![elvita CIH4661S Скачать руководство пользователя страница 126](http://html1.mh-extra.com/html/elvita/cih4661s/cih4661s_user-manual_2397860126.webp)
126
127
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
1.1 Öryggisviðvaranir
Við leggjum mikla áherslu á öryggi. Lestu
þessar upplýsingar áður en þú tekur
spanhelluborðið í notkun.
1.2 Uppsetning
1.2.1 Hætta á rafstuði
• Taktu tækið úr sambandi við rafmagn
áður en þú sinnir vinnu eða viðhaldi á
tækinu.
• Það er bæði nauðsynlegt og lögboðið
að jarðtengja tækið.
• Einungis viðurkenndur rafvirki má gera
breytingar á rafmagnskerfi hússins.
Sé ekki farið eftir þessum leiðbeiningum
getur það leitt til rafstuðs eða
dauðsfalls.
1.2.2 Hætta á að skera sig
• Farðu varlega! Brúnirnar á helluborðinu
eru hvassar.
• Þú átt á hættu á að skera þig ef þú
verð ekki varlega.
1.2.3 Mikilvægar öryggisleiðbeiningar
• Lestu þessar leiðbeiningar vandlega
áður en þú setur tækið upp.
• Settu aldrei eldfim efni eða vörur á
þetta tæki.
• Hafðu þessar upplýsingar
aðgengilegar fyrir einstaklinginn sem
sér um uppsetningu á tækinu.
• Fara verður eftir þessum leiðbeiningum
til að uppsetningin á tækinu sé
viðurkennd.
• Viðurkenndur rafvirki verður að sjá um
uppsetningu á tækinu og að jarðtengja
það.
• Tengdu tækið við rafrás sem er útbúin
með einangrunarrofa sem þú getur
notað til að rjúfa alveg samband við
raftengingu.
• Ef tækið er ekki sett upp á réttan hátt
getur það valdið því að ábyrgðin fellur
úr gildi og ábyrgðarkröfur falla niður.
• Börn frá 8 ára aldri og fólk með skerta
líkamlega getu, skerta heyrn/sjón,
skerta andlega getu eða án reynslu
mega eingöngu nota tækið undir eftirliti
til þess bærs einstaklings eða sé þeim
kennd örugg notkun tækisins og að því
tilskildu að viðkomandi átti sig á öllum
þeim hættum sem fylgja notkuninni.
• Börn mega ekki leika sér með tækið.
Börn mega ekki hreinsa eða sinna
viðhaldi á tækinu án eftirlits.
• Hafi rafmagnssnúran skemmst
skal framleiðandinn, þjónustufulltrúi
framleiðandans eða annar hæfur
einstaklingur skipta um hana (skemmd
rafmagnssnúra er hættuleg).
• Viðvörun! Ef komnar eru sprungur
á yfirborðið á helluborðinu skaltu
slökkva á því samstundis (helluborð
úr keramikgleri eða svipuðu efni verja
íhluti sem straumur er á og sem geta
þar af leiðandi valdið rafstuði).
• Ekki setja hluti úr málmi eins og hnífa,
1. FORMÁLI
Содержание CIH4661S
Страница 28: ...28 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 52: ...52 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 76: ...76 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 100: ...100 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 124: ...124 2021 Elon Group AB All rights reserved...