7. GÓÐ RÁÐ
AÐVÖRUN!
Sjá kafla um Öryggismál.
7.1 Eldunarílát
Á spanhelluborðum búa sterk
rafsegulsvið til hitann mjög hratt í
eldunarílátum.
Notaðu spanhelluborð með viðeigandi
eldunarílátum.
• Botninn á eldunarílátinu verður að vera
eins þykkur og flatur og mögulegt er.
• Gakktu úr skugga um að botnar á pottum
og pönnum séu hreinir og þurrir áður en
þeir eru settir á yfirborð helluborðsins.
• Til að forðast rispur skaltu ekki renna eða
nudda pottum á keramikglerinu.
Efni eldunaríláta
• rétt: steypujárn, stál, glerhúðað stál,
ryðfrítt stál, marglaga botn (með réttum
merkingum frá framleiðanda).
• ekki rétt: ál, kopar, látún, gler, keramik,
postulín.
Eldunarílát virka fyrir spanhelluborð ef:
• vatn sýður mjög fljótlega á hellu sem stillt
er á hæstu hitastillingu.
• segull togar í botninn á eldunarílátinu.
Mál eldunaríláta
• Spanhelluborð aðlaga sig sjálfkrafa að
málum á botni eldunarílátanna.
• Skilvirkni eldunarhellunnar er tengd
málum eldunarílátanna. Eldunarílát með
minna þvermál en uppgefið lágmark fær
aðeins hluta af aflinu sem eldunarhellan
framkallar.
• Af öryggisástæðum og til að ná fram
ákjósanlegri útkomu eldunar skaltu ekki
nota eldunarílát sem eru stærri en gefið er
upp í „Upplýsingar um eldunarhellur“.
Forðastu að hafa eldunarílát nálægt
stjórnborðinu á meðan eldun stendur.
Þetta gæti haft áhrif á virkni stjórnborðsins
eða virkja óvart aðgerðir í helluborðinu.
Sjá „Tæknilegar upplýsingar“.
7.2 Réttar pönnur fyrir Pönnusteikja
aðgerðina
Notaðu einungis pönnur með flötum botni. Til
að athuga hvort pannan sé rétt:
1. Settu pönnuna á hvolf.
2. Leggðu reglustiku að botninum á
pönnunni.
3. Reyndu að setja 50 kr. pening (eða
annan af svipaðri þykkt) á milli
reglustikunnar og botns pönnunnar.
a. Pannan er ekki rétt ef þú getur sett
peninginn á milli reglustikunnar og
pönnunnar.
b. Pannan er rétt ef þú getur ekki sett
peninginn á milli reglustikunnar og
pönnunnar.
7.3 Hljóðin sem þú heyrir við
notkun
Ef þú heyrir:
• brakandi hljóð: eldunarílát er samsett úr
mismunandi efnum (samlokusamsetning).
• flautandi hljóð: þú ert að nota eldunarhellu
með miklu afli og eldunarílátið er samsett
114
ÍSLENSKA
Содержание IAE8488SFB
Страница 187: ...187 ...
Страница 188: ...www aeg com shop 867372929 B 152022 ...