• Fyrir kjöt / fisk sem er 2 - 3 cm þykkt ætti
endinn á Matvælaskynjari að ná til botns á
pönnunni.
• Fjarlægðu Matvælaskynjari áður en þú
snýrð matnum.
• Þegar þú notar steikingarplötu skaltu
ganga úr skugga um að handfangið á
Matvælaskynjari sé á hægri hlið, fyrir utan
yfirborð hennar. Sjá skýringarmyndirnar
að neðan.
7.7 Eldun með lágu hitastigi -
Meginreglur í matvælaöryggi
Gakktu úr skugga um að framfylgja
eftirfarandi leiðbeiningum þegar þú eldar með
lágu hitastigi, t.d. Sous vide.
• Þvoðu / sótthreinsaðu hendurnar áður en
matvælin eru undirbúin. Notaðu einnota
hanska.
• Notaðu aðeins matvæli af miklum gæðum
sem geymdur er við viðeigandi aðstæður.
• Þvoðu vandlega og taktu börkinn/hýðið af
ávöxtum og grænmeti.
• Haltu yfirborði vinnusvæðis og
skurðabrettum hreinum. Notaðu sitthvort
skurðarbrettið fyrir mismunandi tegundir
matvæla.
• Veittu hreinlæti sérstaka athygli þegar þú
undirbýrð alifuglakjöt, egg og fisk.
Alifuglakjöt ætti alltaf að elda við að
minnsta kosti 65 °C hita í 50 mínútur að
lágmarki.
• Gakktu úr skugga um að fiskurinn sem þú
undirbýrð með því að nota Sous vide sé af
sashimi-gæðum, þ.e.a.s. að hann sé
sérstaklega ferskur.
• Geymdu tilbúin matvælin í kæli í að 24
klst.
• Mælt er með því að fólk með veiklað
ónæmiskerfi eða krónísk
heilsufarsvandamál gerilsneiða matvæli
áður en þeirra er neytt. Gerilsneiddu
matvælin við 60 °C í eina klukkustund að
lágmarki.
7.8 Eldunarleiðbeiningar
Taflan að neðan sýnir dæmi um tegundir
matvæla og gefur upp ákjósanlegt hitastig og
tillögur að eldunartíma. Gildin kunna að vera
breytileg eftir hitastigi, gæðum, samræmi og
magni matvælanna.
Tímalengd eldunar fer meira eftir þykkt
matvælanna heldur en þyngdinni. T.d. þegar
kemur að steik, því þykkari sem bitinn því
lengur er hann að ná fyrirfram ákveðnum
kjarnhita. Steik sem er 2 cm að þykkt þarf um
eina klukkustund að ná 58 °C en ef hún er 5
cm þykk þarf hún um fjórar klukkustundir.
Fylstu með fyrstu eldununinni til að tryggja að
gildin að neðan henti eldunarvenjum þínum
og eldunarílátum. Þú getur breytt þessum
gildum í samræmi við þinn persónulega
smekk.
ÍSLENSKA
117
Содержание IAE8488SFB
Страница 187: ...187 ...
Страница 188: ...www aeg com shop 867372929 B 152022 ...