52
i
NOTENDALEIÐBEININGAR
Lesið þessar leiðbeiningar samhliða sérleiðbeiningum með 3M™ Versaflo™
TR-603E-ASBloftdælunni þar sem finna má upplýsingar um:
• Samþykktar samsetningar höfuðstykkja
• Varahluti
• Aukabúnaður
UMBÚÐIR FJARLÆGÐAR
3M™ Versaflo™ TR-603E-ASBloftdælan ætti að innihalda:
a) Loftdælu
b) Loftflæðivísi
c) Notendaleiðbeiningar
d) Sérleiðbeiningar
^
VIÐVÖRUN
Rétt val, þjálfun, notkun og viðeigandi viðhald eru allt nauðsynlegir
þættir til að varan geti varið notandann fyrir tilteknum aðskotaefnum í
lofti. Ef öllum notkunarleiðbeiningum þessarar öndunarhlífar er ekki
fylgt og/eða ef hún er ekki höfð rétt á í heild sinni allan váhrifatímann
getur það haft alvarleg áhrif á heilsufar notandans og leitt til alvarlegra
eða lífshættulegra sjúkdóma eða varanlegrar fötlunar.
Til að varan henti og sé notuð rétt skal fylgja staðbundnum reglugerðum, fara
eftir öllum upplýsingum sem með henni fylgja eða hafa samband við
öryggissérfræðing/fulltrúa 3M (upplýsingar um tengiliði á staðnum).
^
Veitið viðvörunaryfirlýsingum sérstaka athygli þar sem í þær er
vísað.
KERFISLÝSING
3M™ Versaflo™ TR-603E-ASBloftdælan er hönnuð til notkunar með
samþykktri andlitshlíf (sjá sérleiðbeiningar). Varan uppfyllir kröfur
EN12942:1998 + A2:2008(Öndunarfærahlífar - Síur með dælu og
andlitsgrímu, hálfgrímu og fjórðungsgrímu). Nota má loftdæluna með
rafhlöðum með mikilli afkastagetu og annaðhvort aðeins agnasíu eða
agnasíu með vörn gegn lífrænni gufu. Loftdælan er einnig búin
rafstýrieiningu sem gefur frá sér hljóðviðvörun, sjónræna viðvörun og
titringsviðvörun ef rafhlaðan er að tæmast og/eða ef lítið loft flæðir inn í
andlitshlífina. Aftur á móti getur notandinn farið út af mengaða svæðinu á
öruggan hátt með minnkuðu verndarstigi ef ekkert loftstreymi kemur frá
loftdælunni. Loftdælan er einnig með síuvísi sem upplýsir um ákomið magn
á agnasíu og rafhlöðuvísi sem veitir upplýsingar um hleðslu rafhlöðunnar.
^
Hleðsluvísir síunnar er aðeins fyrir agnir. Hann veitir ekki upplýsingar um
endingartíma fyrir gas og gufu.
^
VIÐVARANIR OG TAKMARKANIR
Notið þetta öndunarhlífakerfi eingöngu í samræmi við allar leiðbeiningar:
• sem er að finna í þessum bæklingi
• sem fylgja öðrum íhlutum kerfisins.
(t.d. sérleiðbeiningar með
TR-603E-ASB loftdælu, notendaleiðbeiningar með síu og
notendaleiðbeiningar með andlitshlíf).
Notið ekki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 2000 sinnum
viðmiðunargildið.
Notið ekki sem öndunarhlíf gagnvart óþekktum aðskotaefnum í lofti eða
þegar styrkur aðskotaefna er óþekktur eða umsvifalaust hættulegur lífi eða
heilsu (IDLH).
Notið ekki í andrúmslofti þar sem súrefnisinnihald er minna en 19,5%.
(Skilgreining frá 3M. Í hverju landi fyrir sig kunna að vera í gildi aðrar
takmarkanir hvað varðar súrefnisskort. Leitið ráða ef vafi leikur á málum).
Notið þessar vörur ekki í súrefni eða súrefnisauðguðu andrúmslofti.
Notið aðeins með andlitshlífum, síum og varahlutum/fylgihlutum sem talin eru
upp í sérleiðbeiningum og innan þeirra notkunarskilyrða sem fram koma í
tækniforskriftinni.
Ekki nota ósamþykktar síur, loftdælur eða öndunargrímur sem hluta af þessu
kerfi.
Notist aðeins af þjálfuðu og hæfu starfsfólki.
Yfirgefið mengaða svæðið umsvifalaust ef:
a) Einhver hluti kerfisins skemmist,
b) loftstreymi í andlitshlífina minnkar eða hættir alveg,
c) Viðvaranir um lítið loftflæði eða litla hleðslu á rafhlöðu verða virkar.
d) Erfitt verður að anda,
e) Vart verður við svima eða önnur óþægindi,
f) Vart verður við lykt eða bragð af aðskotaefnum eða ertingu.
Ekki má breyta þessari vöru. Notið aðeins upprunalega varahluti frá 3M við
viðgerðir.
^
Notið þessar vörur ekki í eldfimu andrúmslofti eða á
sprengihættustöðum.
Nota skal neistavara við allar aðstæður þar sem loftdælan kann að komast í
snertingu við neista, bráðið málmefni eða aðrar heitar efnisagnir.
Veljið og notið viðeigandi vörn nálægt neistum og/eða logum.
Hafið samband við tækniþjónustu 3M vegna notkunar í sterku segulsviði.
^
Notið ekki yfir skegg eða annað andlitshár sem gæti hamlað
snertingu á milli andlits og vörunnar og þannig komið í veg fyrir góða
þéttingu
.
Stillið búnaðinn eftir þörfum eða notið öndunarbúnað af öðru tagi.
Notið aðeins með gleraugunum sem eru fáanleg sem aukabúnaður með
þessari vöru og tryggið að armar gleraugnanna hafi ekki áhrif á andlitsþéttið.
Efni sem geta komist í snertingu við húð notenda munu ekki valda
ofnæmisviðbrögðum nema hjá minnihluta notenda.
Þessar vörur innihalda ekki íhluti sem gerðir eru úr náttúrulegu gúmmílatexi.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
Öndunarhlífakerfum er ætlað að draga úr váhrifum af völdum tiltekinna
aðskotaefna og þau ætti alltaf að meðhöndla af varúð og skoða vandlega
fyrir hverja notkun. Gangið úr skugga um að búnaðurinn sé heill, óskaddaður
og rétt settur saman. Ef einhverjir hlutar hans reynast skemmdir eða gallaðir
verður að endurnýja þá með upprunalegum 3M-varahlutum fyrir notkun.
Framkvæmið skoðun á andlitshlífarsamstæðunni fyrir hverja notkun, eins og
lýst er í viðeigandi notendaleiðbeiningum
Rafhlaða
Veljið rafhlöðu af samþykktri gerð. (Sjá lista yfir samþykktar rafhlöðugerðir
fyrir 3M í sérleiðbeiningum með TR-603E-ASB loftdælu). Skoðið
rafhlöðuhólfið, lamirnar, krækjuna og rafskautapinnana á rafhlöðunni og
skiptið um rafhlöðu ef eitthvað af þessu er skemmt. Rafhlöðuna ætti að hlaða
strax eftir móttöku eins og lýst er á umbúðum vörunnar (sjá mynd 1).
Leiðbeiningar um rafhlöðuskipti eru í notendaleiðbeiningunum sem fylgja
rafhlöðuhleðslusettinu. Rafhlöðuhleðslan birtist þegar ýtt er á rafhlöðuvísinn,
eins og sýnt er á mynd 2. (1 stika = minna en 20%, 5 stikur = 80 til 100%).
Samskonar rafhlöðuvísir er einnig á skjá loftdælunnar. Setjið rafhlöðuna í
eins og sýnt er á mynd 3. Krækjan ætti að falla á sinn stað með smelli. Togið
varlega í rafhlöðupakkann til að ganga úr skugga um að hann hafi smollið á
sinn stað.
Síur
Veljið síu af samþykktri gerð. (Sjá lista yfir samþykktar síur fyrir 3M í
sérleiðbeiningum með TR-603E-ASB loftdælu).
Innra hringlaga þéttið er aðalþéttið milli síunnar og loftdælunnar. Ytra byrðið
hindrar inntöku óhreininda.
^
Skoðið síuna og innra þéttið áður en sían er sett upp í fyrsta sinn eða sett
upp aftur og skiptið henni/þéttinu út tafarlaust ef skemmdir finnast.
Skoðið plasthlíf síunnar vel, þ.m.t. horn hennar og klinkur.
Skiptið tafarlaust um ef vart verður við skemmdir.
Ef sían dettur eða er handleikin óvarlega skal skoða hana vel. Ef einhverjar
áhyggjur vakna skal leita ráða hjá tækniþjónustu 3M.
^
Setjið síuna alltaf upp í loftdælunni með réttum hætti. Tryggið að slökkt sé
á loftdælunni.
Sían er sett í með því að setja vinstri hlið hennar í festingu loftdælunnar og
smella hægri hliðinni á sinn stað (sjá mynd 4). Togið varlega í síuna til að
tryggja að hún sé föst á báðum hliðum. Einnig er hægt að festa síuhlíf við
síuna. Síur og síuhlífar eru merktar með táknum til að auðvelt sé að þekkja
þær og samhæfi þeirra. Nánari upplýsingar má finna í sérleiðbeiningum.
Notkun síuhlífarinnar er valfrjáls en ráðlögð. Hins vegar verður að nota
síuhlífina ef notaður er neistavari og/eða forsía. Skiptið um skemmda síuhlíf.
Festa skal síuhlífina áður en sían er sett í loftdæluna. Setjið síuna í hlífina og
tryggið að neðri flipinn smelli á sinn stað og að síumerkið sé sýnilegt í
síuglugganum. Setjið síðan síuna í loftdæluna eins og sýnt er á mynd 4. Ef
valfrjáls neistavari og/eða forsía er notuð skal setja búnaðinn í síuhlífina eins
og sýnt er á mynd 5A= (þar er 1= síuhlíf; 2=neistavari; 3= forsía og 4sía).
Tryggið að hökin í neistavaranum og forsíunni standist á áður en sían er fest
við. Rétta staðsetningu neistavarans og forsíunnar má sjá á mynd 5B og 5C.
Nota skal neistavara við allar aðstæður þar sem loftdælan kann að komast í
snertingu við neista, bráðið málmefni eða aðrar heitar efnisagnir.
Andlitshlíf
Gáið að sprungum, rifum og óhreinindum á andlitshlífinni. Gangið úr skugga
um að andlitshlífin, einkum sá hluti sem þéttist við andlitið, sé óbjöguð. Efnið
á að vera þjált, ekki stíft.
Gáið að sprungum eða rifum í innöndunarlokum. Lyftið lokum upp og gáið að
óhreinindum eða sprungum í lokasæti.
Gangið úr skugga um að höfuðólar séu heilar og teygist vel.
Gáið að sprungum eða sliti í öllum plasthlutum.
Fjarlægið hlífina yfir útöndunarlokanum og skoðið útöndunarlokann og
lokasætið með tilliti til óhreininda, bjögunar, sprungna eða rifna. Setjið hlífina
yfir útöndunarlokann aftur á sinn stað.
Athugið hvort sían hentar verkinu sem vinna á – athugið litakóða, stafakóða
og flokk. Athugið hvort komið sé fram yfir lokadagsetningu.
Prófun á loftflæði
Loftdælan er forkvörðuð til að tryggja að nauðsynlegt loftflæði sé ævinlega til
staðar. Hún bætir einnig upp breytingar í þéttleika loftsins sem getur breyst
við hækkun (hæð yfir sjávarmáli) og breytingar á lofthita. Aftur á móti verður
að framkvæma prófun á loftflæði fyrir notkun með því að nota loftflæðisvísi
með slöngu.
Setjið öndunarslönguna í loftdæluna og kveikið. Látið loftdæluna ganga í 1
mínútu áður en öndunarslangan er fjarlægð og loftflæðisvísirinn með
slöngunni settur í loftdæluna.
Athugið: Tryggið að kveikt sé á vísinum um að andlitshlíf liggi þétt að andliti
áður en prófunarslangan er sett í. Bíðið í eina mínútu í viðbót og leyfið
Содержание Versaflo TR-603E-ASB
Страница 3: ...2 4 3 5A 2 1 2 3 4 7 1 5B 5C 8 6 ...
Страница 4: ...3 3 3 2 2 1 1 9 1 1 0 1 12 13 14 15 16 17 ...
Страница 5: ...4 18 20 19 21 22 23 24 25 ...
Страница 6: ...5 26 28 27 25 29 31 30 33 32 34 ...
Страница 7: ...6 37B 35 39 1 2 2 1 1 2 36 40 38 37A ...
Страница 153: ...152 ...