Promask / Promask 2
75
skemmst með því að detta niður á hart yfirborð þó hún sé tengd við grímu / blásara.
Með blásara
Athugið fullnægjandi loftflæði (sjá notendaleiðbeiningar fyrir blásarann).
Sían sett á
P Pro2000:
Fjarlægið öryggistappana af síunni, séu þeir til staðar. Skrúfið síuna
tryggilega fast upp á tengið á grímunni (=hólk innöndunarventilsins).
P P blásari:
Skrúfið síurnar á blásarann og tengið loftslönguna við tengið á
grímunni.
Promask
2
+ Pro
2
:
Leggið smellifestingar grímunnar og raufarnar á síunni saman og komið síunni
fyrir. Skrúfið síuna ¼ snúning réttsælis
→
Sían er ekki tryggilega þétt fyrr en örvarnar (
◄)
standast
á og opin á slettuhlífunum vísa aftur. Ef með þarf, komið gleraugunum fyrir í innri grímunni og
stillið þau. Mælt er með að notað sé svitaband til að halda miklu hári í skefjum.
Losið böndin á höfuðfestingunni.
Komið hökunni fyrir í hökugrópinni og setjið höfuðfestinguna yfir höfuðið.
Gætið þess að hakan sé í hökugrópinni. Strekkið böndin. Byrjið með böndunum við háls, togið
afturábak (ekki út á við). Stillið síðan ennisböndin og að lokum hvirfilbandið. Hlífin/netið á að
vera fyrir miðjum hnakka. Athugið! Gætið þess að andlitsþéttingin liggi fast upp að húðinni allan
hringinn, aðallega undir hökunni. Hreyfið grímuna til hliðanna til að athuga hvort hún renni til.
Athugið hvort gríman sé þétt (tvær aðferðir):
Haldið fyrir útöndunaropið með hendinni. Andið varlega frá ykkur til að mynda yfirþrýsting. Ekki
skal vera neinn leki milli andlitsins og andlitsþéttingarinnar. Haldið fyrir síuopin með hendinni.
Andið að ykkur til að gríman þrýstist að andlitinu. Ef gríman fellur ekki alveg þétt að (= hugsanlegur
leki) skal stilla höfuðfestingarnar og síuna eða nota aðra stærð af grímu.
Viðhald og geymsla
Virkni- og lekaprófun
Ef skipt hefur verið um hluti (andlitshlíf, ventlaskífur eða talhimnu) þarf að gera virkni- og
lekaprófun með viðeigandi prófunartæki (t.d. Pro-Tester, kóði 5141080). Prófunin er einnig
framkvæmd ef gríman hefur verið í geymslu í lengri tíma.
Athugið einnig hvort andlitsgrindin hafi haldið lögun sinni, höfuðfestingarnar séu nokkuð
teygjanlegar, andlitshlífin og andlitsþéttingin séu óskemmd og að ventlaskífur svo og O-hringur
talhimnunnar séu í lagi og á sínum stað. Gera skal við allar skemmdir.
Skipt um andlitshlífina
Hægt er að fá andlitshlíf úr pólýkarbónati eða pólýkarbónati með kemískri, rispufrírri húð. Kóði
efnisins er við vinstri brún andlitshlífarinnar. Skiptið um andlitshlífina ef hún er skemmd, óhrein
eða rispuð.
Efniskóðinn er sýndur með ör:
1 (ekki notað)
2 (ekki notað)
3 pólykarbónat með harðri húð (HC)
F pólykarbónat (PC)
Losið skrúfurnar (Torx20), losið rammana á andlitshlífinni og fjarlægið hana (mynd A).
Komið nýrri andlitshlíf fyrir á andslitsgrindinni (merkið ”UP” skal vísa upp). Stillið saman
merkingarnar á andlitshlífinni og andlitsstykkinu (mynd B).
Komið römmunum fyrir og herðið báðar skrúfurnar (mynd C).
Gerið lekaprófun.
Skipt um skífu á útöndunarventli
Dragið ventilhlífina út (mynd D).
Takið skífuna (gul) af ventilhúsinu (takið um brún skífunnar) (mynd E).