OUTDOORCHEF.COM
148
149
ÞEGAR BÚIÐ ER AÐ GRILLA
1. Stillið gasstillihnappinn fyrir hvern brennara á .
2. Skrúfið fyrir gasið á gaskútnum.
3. Leyfið grillinu að kólna alveg og þrífið það svo.
4. Setjið yfirbreiðslu yfir grillið.
ÞRIF
Aðeins þarf að hreinsa grillið lítillega eftir hverja notkun þar sem mesta fitan gufar upp eða endar í safnbakkanum.
Ef grillið er mjög óhreint skal
hita það í um 10 mínútur á fullum krafti.
Notið grillbursta
með
messinghárum (ekki stálbursta) til að hreinsa trektina og grillgrindina.
VARÚÐ:
Við þrif á grillinu innanverðu umhverfis brennarakerfið verður að gæta þess að skemma ekki brennarahlutana.
VARÚÐ:
Hreinsið grillið að utanverðu og geymslufleti þess eingöngu með venjulegu mildu hreinsiefni (t.d. venjulegum uppþvottalegi). Ef notaður
er sérstakur grillhreinsir (ekki er mælt með því) mælum við með því að hann sé fyrst prófaður á lítt sýnilegum stað.
GRILLGRINDUR ÚR STEYPUJÁRNI (FYLGJA EKKI MEÐ, SELDAR SÉRSTAKLEGA)
NOTKUN
Skola skal af grillgrindum úr steypujárni með vatni fyrir fyrstu notkun. Ef koma þarf við grindurnar á meðan verið er að grilla verður að klæðast
grillhönskum. Ekki má setja heitar steypujárnsgrindur á fleti sem eru eldfimir eða þola illa hita.
Nota má Grid Lifter til að auðveldara sé að taka steypujárnsgrindurnar úr.
ÞRIF
•
Brennið af steypujárnsgrindunum með því að láta grillið ganga á fullum styrk í u.þ.b. 10 mínútur
•
Notið bursta
með
messingburstum (ekki stálbursta)
•
Látið grindina og burstann síðan kólna alveg
•
Þegar búið er að þrífa grindina skal bera á hana dálítið af matarolíu.
LEIÐBEININGAR UM UMHIRÐU TAUKLÆÐNINGARINNAR
(Á AÐEINS VIÐ FYRIR GERÐIR MEÐ TAUKLÆÐNINGU)
VEÐRUNARÞOL
Tauklæðning Arosa 570 G er gerð úr vefnaði sem er sérstaklega ætlaður til notkunar utandyra. Vefnaðurinn er bæði UV- og veðurþolinn.
Til þess að tauklæðningin endist sem best mælum við með því að hentug OUTDOOR
CHEF
-yfirbreiðsla sé sett yfir Arosa 570 G eftir hverja
notkun til að verja grillið fyrir veðuráhrifum, óhreinindum og frjókornum.
RAKI
Ef tauklæðningin blotnar skal alltaf láta hana þorna alveg áður en yfirbreiðslan er sett yfir grillið. Jafnvel þótt tauklæðningin sé veðurþolin getur
innilokaður raki orsakað rakauppsöfnun og myglu.
Summary of Contents for AROSA 570 G
Page 2: ...OUTDOORCHEF COM 2 ...
Page 154: ...OUTDOORCHEF COM 154 NOTE ...
Page 155: ...OUTDOORCHEF COM 155 NOTE ...