Appendix
10-2
9(75$5$.6785ǣ,&(/$1',&Ǥ
Slæm veðurskilyrði á veturna valda
hröðu sliti á hjólbörðum og öðrum
vandamálum. Til að lágmarka vandamál
við vetrarakstur ættir þú að fara eftir
eftirfarandi ábendingum:
Snjór eða hálka
Nauðsynlegt er að halda hæfilegri
fjarlægð við næsta ökutæki fyrir framan.
Stígðu varlega á bremsurnar. Hraðakstur,
skyndileg hröðun, nauðhemlun og
krappar beygjur geta falið í sér mikla
hættu. Þegar dregið er úr hraða er ráðlegt
að beita vélarhemlun sem kostur er.
Skyndileg beiting hemla á snævi þöktum
eða ísuðum vegum kann að valda því að
ökutækið renni til.
Við akstur í djúpum snjó kann að vera
nauðsynlegt að nota vetrarhjólbarða eða
setja keðjur á hjólbarðana.
Ávallt skal hafa neyðarbúnað meðferðis.
Æskilegur búnaður getur verið
snjókeðjur, dráttakaðlar eða -keðjur,
vasaljós, neyðarblys, sandur, skófla,
startkaplar, ísskafa, hanskar, snjómotta,
samfestingar, teppi o.s.frv.
Snjóhjólbarðar
Við mælum með notkun vetrarhjólbarða
þegar hitastig vegar er undir 7°C.
VARÚÐ
Snjóhjólbarðar ættu að vera af sömu
stærð og gerð og stöðluð gerð fyrir
ökutækið. Annars getur það haft slæm
áhrif á öryggi og akstur bílsins.
Ef þú setur snjóhjólbarða á ökutækið
þitt skaltu gæta þess að nota
þverbandahjólbarða af sömu stærð
og burðarsviði og upprunalegu
hjólbarðana.
Setjið vetrarhjólbarða á öll fjögur
hjólin til að tryggja örugga stýringu
ökutækisins við öll veðurskilyrði.
Gripið sem snjóhjólbarðar veita
á þurrum vegum er kannski ekki
jafnmikið og upprunalegir hjólbarðar
ökutækisins veita. Ráðfærið ykkur við
söluaðila hjólbarðanna um ráðlagðan
hámarkshraða.
Upplýsingar
Áður en negldir hjólbarðar eru settir á er
rétt að kynna sér reglur um notkun slíkra
hjólbarða á hverjum stað.
Summary of Contents for Staria US4 2021
Page 4: ......
Page 355: ...Convenience features 5 170 CE 5 7 21 2 21 250 7...
Page 356: ...05 5 171 NCC...
Page 357: ...Convenience features 5 172 BSMI...
Page 358: ...05 5 173 TRA OMAN TRA D192564 TRA TA R 11009 21 NBTC...
Page 648: ...Emergency situations 8 22 EC declaration of conformity for jack OUS4081033L OUS4081033L...
Page 723: ...09 9 63 Smartstream G3 5 Smartstream G3 5 OUS4091067L OUS4091067L...
Page 724: ...Maintenance 9 64 Diesel 2 2 VGT Diesel 2 2 VGT OUS4091068L OUS4091068L...
Page 732: ...Maintenance 9 72 Diesel 2 2 VGT Diesel 2 2 VGT OUS4091056 OUS4091056...
Page 765: ...A Vetrarakstur Icelandic 10 2 Snj r e a h lka 10 2 Barnab lst lar CRS 10 5 Appendix...
Page 779: ...i Index...