86
IS
LÝSING Á VÖRUNNI
K1 Áminningarhnappur
Tímahnappur
Ræsihnappur
Stanshnappur
K2
Tákn
Lýsing á virkni
Ofnljós: Tryggir góða lýsingu í ofninum svo hægt sé að fylgjast með
matseldinni án þess að þurfa að opna hann. Það kviknar á ofnljósinu
við allar aðgerðir nema í sjálfhreinsunar- (pyrolytic) og ECO-
sparnaðarstillingunni.
Afþíðing: Þegar lofti er blásið við stofuhita, þiðna fryst matvæli hraðar (án
þess að þörf sé á hitun). Þetta er mild en þó hröð leið til þess að afþíða
tilbúna rétti og vörur með rjóma og því um líku.
Undirhiti: Falið element í botni ofnsins sem myndar hita. Það er einkum
notað til að halda mat heitum. Hægt er að stilla hitastigið á bilinu 60 til
120°C. Sjálfgefið hitastig er 60°C.
Matseld við hringstreymi lofts: Bæði efra og neðra element ofnsins er
notað við matseld við hringstreymi lofts. Hitastigið má stilla á bilinu 50
til 250°C. Sjálfgefið hitastig er 220°C. Þetta er viðbótarval sem nota má
með vél fyrir snúningsgrillspjót.
Hringstreymi með viftu: Þegar bæði hitaelementin og viftan eru notuð
samtímis dreifist hitinn jafnar og sparar allt að 30–40% orku. Réttirnir
verða léttbrúnaðir að utan en áfram safaríkir að innan. Ath! Þessi virkni
hentar vel þegar stórir kjötbitar eru grillaðir eða steiktir í ofni við háan
hita. Hægt er að stilla hitastigið á bilinu 50 til 250°C. Sjálfgefið hitastig er
220°C.
Geislagrill: Það slökknar og kviknar til skiptis á innra grillelementinu til að
stýra hitastiginu. Hitastigið á bilinu 150 til 240°C. Sjálfgefið hitastig er
210°C. Þetta er viðbótarval sem nota má með vél fyrir snúningsgrillspjót.
Tvöföld grillun: Innra geislaelementið og efra elementið eru bæði virk.
Hitastigið má stilla á bilinu 150 til 240°C. Sjálfgefið hitastig er 210°C.
Þetta er viðbótarval sem nota má með vél fyrir snúningsgrillspjót.
Tvöföld grillun með viftu: Innra geislaelementið, efra elementið og viftan
eru öll virk. Hægt er að stilla hitastigið á bilinu 150 til 240°C. Sjálfgefið
hitastig er 210°C.