85
IS
MIKILVÆGT!
Mikilvægt er að eldhúsinnréttingin
sé samhæfð ofninum svo hann
virki rétt. Veggirnir sem liggja að
ofninum þurfa að vera úr hitaþolnu
efni. Gakktu úr skugga um að límið
í krossviðarveggjum þoli að minnsta
kosti 120°C hita. Plast og lím sem
ekki þolir svo mikinn hita bráðnar og
skemmir innréttinguna. Þegar ofninum
hefur verið komið fyrir á sínum stað
þarf að einangra rafmagnsíhluti
algjörlega. Þetta eru öryggisráðstafanir
í samræmi við lög og reglur. Allar hlífar
verða að vera rétt upp settar svo ekki
sé hægt að fjarlægja þær án sérstakra
verkfæra. Fjarlægðu bakvegginn í
skápnum til að tryggja að loftræsting
umhverfis ofninn sé næg. Bakhlið
ofnsins þarf að vera að lágmarki 45
mm frá vegg.
SAMRÆMISÁBYRGÐ
Strax og þú hefur tekið ofninn
upp úr umbúðum sínum skaltu
ganga úr skugga um að hann sé
óskemmdur. Hafðu samband við til
þess bæran tæknimann ef þú ert í vafa
um eitthvað. Hætta á meiðslum! Gættu
þess að börn komist ekki í umbúðaefni
á borð við plastpoka, pólýstíren eða
nagla.