83
IS
TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA
OFNINN ÞINN
Þakka þér fyrir að kaupa vöru frá okkur! Við
vonum að hann komi þér að góðum notum.
Lestu notkunarleiðbeiningarnar allar vandlega
áður en tækið er tekið í notkun. Geymdu þær
svo á öruggum stað til uppflettinga síðar.
Gakktu úr skugga um að allir sem nota ofninn
hafi lesið leiðbeiningarnar.
VIÐVÖRUN
• Þegar ofninn er settur í gang
í fyrsta sinn getur hann
gefið frá sér óþægilega lykt.
Hana má rekja til bindiefnis í
einangrunarplötunum inni í ofninum.
Settu nýja ofninn í gang án matar
í hringstreymisstillingu (250°C) í
90 mínútur til að brenna burtu allar
olíuleifar inni í ofninum.
•
Það er eðlilegt að ofninn gefi frá sér
smávegs reyk og óþægilega lykt
þegar hann er notaður í fyrsta sinn.
Bíddu uns lyktin er horfin áður en þú
setur mat inn í ofninn.
• Notaðu ekki ofninn í litlu og
þröngu rými eða rými með ónógri
loftræstingu.
• Ofninn og hlutar hans sem hægt er
að snerta hitna við notkun. Gættu
þess vandlega að snerta ekki
hitaelementin. Börn undir 8 ára aldri
mega aðeins koma nálægt ofninum
undir eftirliti fullorðinna.
• Taktu ofninn strax úr sambandi ef
ytra byrðið er með sprungum (hætta
á rafhöggi).
• Börn frá 8 ára aldri og fólk með
skerta líkamlega getu, skerta heyrn/
sjón, skerta andlega getu eða
án reynslu mega eingöngu nota
tækið undir eftirliti til þess bærs
einstaklings, eða sé þeim kennd
örugg notkun tækisins og að því
tilskildu að viðkomandi átti sig á
öllum hættum sem fylgja notkuninni.
Börn mega ekki leika sér með tækið.
Börn mega eingöngu þrífa ofninn
eða viðhalda honum undir eftirliti
fullorðinna.
• Ofninn hitnar mjög mikið við notkun.
Gættu þess vandlega að snerta ekki
hitaelementin inni í ofninum.
• Börn mega ekki koma nálægt
ofninum á meðan hann er í notkun
(einkum ekki sé grillið í notkun).
•
Gakktu úr skugga um að slökkt sé
á ofninum áður en þú skiptir um
ofnperuna (hætta á rafhöggi).
• Fasta raftengingin verður að
vera búin skilrofa samkvæmt
leiðbeiningum um tengingu við
rafmagn.
• Gakktu úr skugga um að börn leiki
sér ekki með tækið.
• Fólk með skerta líkamlega getu (þar
með talin börn), skerta heyrn/sjón,
skerta andlega getu eða án reynslu
mega aðeins nota tækið undir eftirliti
til þess bærs einstaklings eða sé
þeim leiðbeint um örugga notkun
tækisins og að viðkomandi átti sig á
öllum hættum sem fylgja notkuninni.
• Hlutar ofnsins sem hægt er að
snerta geta hitnað við notkun.
• Ekki hleypa ungum börnum nálægt
tækinu.
• Fasta raftengingin verður að vera
búin ópóluðum skilrofa samkvæmt
leiðbeiningum um tengingu við