147
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
• Ef kapallinn er skemmdur eða ef þarf að skipta um hann, þá þarf viðurkenndur rafvirki að gera það með réttum verkfærum
(hafðu samband við söluaðilann).
• Ef tengja á tækið beint við rafmagn verður að setja upp lekaliða sem virkar á öll rafskaut (e. omnipolar circuit breaker) (lágmarks
fjarlægð á milli tengja: 3 mm).
• Það er á ábyrgð þess sem sér um uppsetningu að tryggja að rafmagnstengingar séu réttar og að þær uppfylli gildandi
reglugerðir varðandi öryggi.
• Kapallinn má ekki vera beygður eða vera undir þrýstingi.
• Athugaðu kapalinn með reglubundnum hætti! Ef skipta þarf um hann þarf að fá viðurkenndan rafvirkja til að sjá um það.
Neðri hlutinn á helluborðinu og rafmagnssnúran eru ekki aðgengileg eftir
uppsetningu.
Þetta tæki er merkt í samræmi við WEEE-tilskipun 2012/19/EU um úrgang sem
samanstendur af eða inniheldur rafmagns- eða rafeindabúnað. Með því að
tryggja að þessu tæki sé fargað á réttan máta hjálpar þú við að koma í veg fyrir
slæm áhrif á umhverfið og heilsu manna, sem annars gæti orsakast ef ekki rétt
er staðið að förgun.
Táknið á tækinu gefur til kynna að það megi ekki meðhöndla það eins og
venjulegt heimilissorp. Farðu með tækið á endurvinnslustöð og flokkaðu það
sem rafmagns/rafeindabúnað.
Það þarf að farga þessu tæki sem sérstökum úrgangi. Ef þú vilt fá frekari
upplýsingar um hvernig á að farga tækinu skaltu hafa samband við innlend
yfirvöld, endurvinnslustöðina eða söluaðilann.
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hvernig á að farga tækinu skaltu hafa
samband við innlend yfirvöld, endurvinnslustöðina eða söluaðilann.
FÖRGUN:
Ekki farga tækinu með óflokkuðu
heimilissorpi. Það þarf að farga þessu
tæki sem sérstökum úrgangi.