132
133
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
3. NOTKUN
3.1 Snerti-stjórnborð
• Þessar stjórnborð bregst við snertingu, þannig að þú þarft ekki að
ýta fast.
• Ýttu með efsta hluta fingursins, en ekki bara bláenda fingursins.
• Þegar hnappurinn er virkjaður heyrist píp.
• Passaðu að stjórnborðið sé alltaf hreint og þurrt og að það séu
ekki neinir hlutir settir ofan á það (til dæmis áhöld eða tuskur).
Jafnvel örlítið vatn getur gert það að verkum að erfitt er að nota
stjórnborðið.
3.2 Eldunaráhöld sem hægt er að nota
• Notaðu eingöngu potta sem eru með botni sem hentar fyrir spanhelluborð.
Athugaðu hvort það er spanmerking á pakkningunni eða neðan á eldunaráhaldinu.
• Þú getur athugað hvort eldunaráhaldið hentar fyrir spanhellur með því að nota segulstál.
Haltu segulstálinu til móts við botninn á eldunaráhaldinu. Ef það festist við eldunaráhaldið þá hentar það
fyrir spanhellur.
• Ef þú átt ekki segulstál:
1. Helltu smá vatni í eldunaráhaldið sem þú vilt athuga.
2. Ef táknið í glugganum blikkar ekki og vatnið hitnar þá hentar potturinn fyrir spanhellur.
• Eldunaráhöld sem eru gerð úr eftirfarandi efnum henta ekki fyrir spanhellur: hreinu ryðfríu stáli, áli eða kopar og sem ekki eru
með segulbotni, gleri, tré, postulíni, keramiki og leir.
Ekki nota eldunaráhöld með skemmdum brúnum eða kúptum/íhvolfdum botni.
Gakktu úr skugga um að botninn á eldunaráhaldinu sé sléttur, að hann liggi alveg flatur til móts við glerborðið og að hann
sé af sömu stærð og hitasvæðið. Notaðu eldunaráhald sem er með sama þvermál og hitasvæðið sem valið er. Ef þú notar
eldunaráhald sem er örlítið breiðara vinnur svæðið með hámarks nýtingu. Ef þú notar eldunaráhald sem er minna kann nýtingin að
vera minni en búast má við. Hætta er á að hellan greini ekki eldunaráhöld sem eru minni en 140 mm í þvermál. Settu eldunaráhöld
alltaf á miðjuna á hitasvæðunum.
Lyftu eldunaráhaldinu alltaf af spanhellunni – ekki draga það (glerborðið getur rispast).