
139
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
6. UMHIRÐA OG HREINSUN
Hvað?
Hvernig?
Mikilvægt!
Hversdagsleg óhreinindi á glerinu
(fingraför, blettir, óhreinindi eftir
mat eða eftir eitthvað matarkyns
sem ekki inniheldur sykur)
1. Berðu á hreinsiefni fyrir spanhellur á meðan
gleryfirborðið er enn örlítið heitt (ekki mjög
heitt!).
2. Skolaðu efnið af yfirborðinu og þurrkaðu
það með hreinni tusku eða eldhúspappír.
• Þegar straumurinn er tekinn af
spanhelluborðinu hættir gátljós fyrir heit
hitasvæði (H) að sjást, en þau kunna
engu að síður enn að vera heit! Farðu
mjög varlega.
• Grófir svampar, sumir nælonsvampar
og hreinsiefni sem eru sterk/með
svarfefnum geta rispað glerið. Athugaðu
alltaf hvort svampurinn sem þú ætlar að
hreinsa með hentar fyrir glerhelluborð
áður en þú notar hann.
• Passaðu að enginn afgangur
af hreinsiefninu verði eftir á
spanhelluborðinu (það geta komið blettir
á glerið).
Slettur, afgangar sem hafa
bráðnað og sykurbráð á glerinu
Fjarlægðu þetta samstundis af
spanhelluborðinu með spaða (eða svipuðum
hlut sem hentar fyrir spanhelluborð). Passaðu
að skemma ekki yfirborðið á hitasvæðinu.
1. Haltu sköfunni/áhaldinu með 30° halla og
skafðu blettinn/það sem helltist niður af
hitasvæðinu (skafðu það yfir á kaldan hluta
á spanhelluborðinu).
2. Hreinsaðu blettinn/það sem helltist niður
með viskastykki eða einhverju svipuðu.
3. Fylgdu skrefum 2–4 í Hversdagsleg
óhreinindi á glerinu (sjá hér að ofan).
• Hreinsaðu blettina strax (til dæmis mat
sem hefur bráðnað, sykurbráð eða það
sem hefur hellst niður). Ef blettirnir eru
enn á hellunni þegar hún kólnar getur
orðið erfitt að ná þeim af (þeir geta
jafnvel skemmt glerið varanlega).
• Hætta á skurðsárum: Þegar öryggishlífin
er dregin til baka er skafan beitt eins og
rakvélarblað. Farðu mjög varlega þegar
þú notar hana, og geymdu hana alltaf
þar sem börn ná ekki til hennar.
Þegar hellist niður á snerti-
stjórnborðið
1. Þurrkaðu upp það sem helltist niður.
2. Þurrkaðu yfirborðið á snerti-stjórnborðinu
með hreinum rökum svampi eða tusku.
3. Þurrkaðu svæðið þar til það er orðið alveg
þurrt með eldhúspappír.
• Ef það er vökvi á spanhelluborðinu getur
verið að það slokkni á því (það heyrist
píp) og snerti-stjórnborðið virkar jafnvel
ekki. Þurrkaðu svæðið þar sem snerti-
stjórnborðið er áður en þú kveikir aftur á
spanhelluborðinu.