137
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
4.1 Eldunarleiðbeiningar
• Lækkaðu hitastigið þegar byrjar að sjóða í eldunaráhaldinu.
• Ef þú notar loka getur þú stytt eldunartímann og sparað orku
með því að lækka hitann.
• Notaðu eingöngu það magn af vökva eða feiti sem þörf er á
við eldamennskuna (of mikill vökvi lengir eldunartímann).
• Byrjaðu að elda matinn við hátt hitastig og lækkaðu hitann
svo handvirkt þegar maturinn er gegnumeldaður.
4.1.1 Hæg suða, sjóða hrísgrjón
• Hæg suða á sér stað þegar hitastigið er um það bil 85˚C
(loftbólur birtast af og til frá botninum og koma upp á
yfirborðið). Með þessari eldunaraðferð verður maturinn mjög
góður og vel eldaður þar sem bragðið fær að þróast án þess
að maturinn sé ofeldaður. Matur sem á að elda á þennan
hátt er t.d. súpur, steikur og sósur sem byggja á eggjum/
hveiti.
• Við tiltekna matargerð (það með talið að sjóða hrísgrjón með
ísogs aðferðinni) getur hitinn þurft að vera aðeins hærri en
lægsta stillingin (á þann hátt tryggir þú að eldunin sé rétt og
sé innan ráðlags tímaramma).
4.1.2 Steik brúnuð
Eldun á bragðgóðri steik:
1. Láttu kjötið vera við stofuhita í um það bil 20 mínútur áður en
það er eldað.
2. Hitaðu þykkbotna pönnu.
3. Penslaðu báðar hliðar steikarinnar með olíu. Settu smávegis
af olíu á heita pönnuna og settu steikina á hana.
4. Snúðu steikinni aðeins einu sinni þegar þú eldar hana.
Nákvæmur eldunartími er breytilegur eftir því hversu þykk
steikin er og hversu vel þú vilt að hún sé elduð. Eldunartíminn
getur verið á milli 2 og 8 mínútur á hvorri hlið. Þrýstu á
steikina til að kanna hversu vel elduð hún er – því stífari sem
hún er þeim mun gegnumsteiktari er hún.
5. Láttu steikina hvíla í nokkrar mínútur á heitri steikarpönnu svo
að hún verði meyr.
4.1.3 Hrærsteikja mat
1. Notaðu wokpönnu með sléttum botni eða stóra pönnu.
2. Vertu tilbúin/n með öll hráefni og öll áhöld. Það tekur ekki
langan tíma að steikja mat. Ef þú ætlar að steikja mikið
magn af mat skalt þú skipta hráefnunum upp í minni
skammta.
3. Forhitaðu pönnuna í stutta stund og helltu tveimur
matskeiðum af olíu á hana.
4. Byrjaðu alltaf á að elda kjötið fyrst ef þú ætlar að elda mörg
ólík hráefni (settu kjötið sem búið er að elda til hliðar til að
halda því heitu).
5. Steiktu grænmetið. Þegar það er orðið heitt og er enn stökkt
skaltu lækka hitann á hitasvæðinu, settu síðan kjötið á
pönnuna og bættu sósunni út á.
6. Hrærðu hráefnunum varlega saman og passaðu að þau séu
orðin heit í gegn áður en þú tekur pönnuna af hellunni.
7. Berðu matinn strax á borð!
4.2 Greining á litlum hlutum
Ef panna sem er of lítil eða sem er ekki segulmögnuð (til dæmis
úr áli) eða annar lítill hlutur (til dæmis hnífur, gaffall eða lykill) er
settur á helluborðið, fer það sjálfkrafa í reiðuham eftir um það
bil 1 mínútu. Viftan heldur áfram að kæla niður spanhelluborðið
í um það bil 1 mínútu.
4. LEIÐBEININGAR VIÐ ELDAMENNSKU
Farðu varlega þegar þú steikir – olía og feiti hitna mjög hratt (sérstaklega ef þú notar orkuskots-aðgerðina).
Við mjög hátt hitastig kviknar í olíu og feiti (það getur verið mjög hættulegt og skapað eldhættu).