Að setja upp og taka niður
Að setja upp
Komdu vélinni fyrir á sínum stað.
Losaðu blásarann. Læstu hjólum tækisins svo það færist ekki
úr stað. Lágmarks fjarlægð frá vegg er 0,5 m.
Ræddu við ábyrgan pípulagningamann. Tengur rafleiðslu
(16 A) við raftengi með lekarofa. Settu vélina í gang með
ræsirofanum.
Tækið er búið frostvarnarhitastilli sem slekkur á viftunni þegar
vatnshitinn fer niður fyrir +5°. Gaumljós á mælaborði sýnir
það.
Að taka niður
Þegar tækið er tekið niður.
Skrúfaðu fyrir vatnsflæði inn. Slökktu á rafmagni inn á vélina
og taktu rafleiðsluna úr sambandi.
Byrjaðu á því að hleypa út vatni við loftventla aðrennslisslöngu.
Þegar þrýstingur minnkar, losaðu slöngu við krana.
Losaðu síðan allar slöngurnar en hafðu í huga að enn er vatn í
slöngunum.
Losaðu slöngurnar við vélina og lyftu upp afturhluta hennar
og hallaðu og opnaðu ventilinn í botni vatnskælisins til þess að
tæma það af vatni. Fylltu það með frostlegi, u.þ.b. 2 lítrum.
ATH! Mundu að hætta er á frosti. Farðu mjög gætilega
við að tappa af tækinu.
Nú er hægt að flytja tækið.
Viðhald tækisins
Viðvörun!
Taktu alltaf rafmagnsleiðslur úr sambandi til þess að
koma í veg fyrir slys áður en viðhaldsvinna við tækið
hefst.
Eftirfarandi viðhaldsþættir eru í höndum þess sem notar
tækið.
• Haltu tækinu í góðu ásigkomulagi með því að sinna því
reglubundið.
• Þú skalt alltaf kanna helstu þætti í virkni tækisins áður en
það er sett í gang. (Viftu og vatnsslöngutengingar.)
• Athugaðu raftengingar, rafmagnstöflu og framlengingars
núrur, ef við á.
• Athugaðu einnig að allar skrúfur séu fastskrúfaðar og að
allir hlutir tækisins séu rétt settir á það.
• Gættu þess að engir gallaðir hlutar séu til staðar sem gætu
komið niður á örygginu.
• Verði vart við óeðlileg hljóð eða titring, skal slökkt
umsvifalaust á tækinu og gert við bilunina áður en það er
ræst á ný.
• Skipt er um síu á u.þ.b. 4 vikna fresti, sé tækið í
stöðugri notkun (og/) eða þegar sían er full og dregið hefur
umtalsvert úr loftflæðinu. Textildeilirinn lyftir sér þegar tími
er kominn til þess að skipta um síu.
• Notaðu aldrei bilað tæki.
• Merktu alltaf bilað tæki með setningunni „Má ekki nota”
þar til gert hefur verið við það.
Hreinsun
• Skiptu alltaf um síu eftir notkun. Þetta á við um þá sem
leigja tækið út.
• Notaðu milda sápulausn og rakan klút til þess að gera tækið
hreint að utanverðu.
• Tækið er hreinsað að innanverðu með loftblæstri og síðan
er það þurrkað með rökum klúti.
• Vatnskælirinn er skolaður með hreinu vatni.
• Notaðu aldrei eldfim eða brennanleg leysiefni í grennd við
vélina.
ATH!
Til þess hæfir rafvirkjar skulu annast allar viðgerðir
rafmagnshluta.
Flutningur og geymsla
Alltaf skal flytja tækið upprétt.
Blásarinn er lagður saman og spenntur fastur við flutning.
Að því búnu má flytja tækið. Sé tækið flutt í farartæki, skal það
fest tryggilega inni í því. Þegar tækið er ekki í notkun, skal það
geymt innanhúss þar sem ekki er frost.
Förgun
Þegar tækinu er fargað, verður að flokka alla hluta þess og skila
á losunarstað sorps.
Bilanaleit
Vélin fer ekki í gang
• Athugaðu hvort allt sé eins og það á að vera í næstu
rafmagnstöflu.
• Gættu þess að rafgeymirinn sé heitari en 5°.
Frostvarnarbúnaðurinn hindrar ræsingu (við hitastig undir
5°), það er gefið tilkynna með gaumljósi.
Vélin blæs of litlu lofti
• Ef textildeilirinn lyftir sér ekki.
• Gættu þess að sían sé ekki alveg stífluð.
Það kemur ekkert heitt loft
• Komdu við slöngu með vatnsrennsli inn. Sé hún köld,
reyndu að hleypa smávegis vatni út um kúluventil í botni
hitatækis til þess að auka vatnsstreymið og hleypa út lofti,
ef við á.
• Komi engu að síður ekkert vatn, athugaðu hvort um sé að
ræða heitt vatn.
• Gættu þess að slangan sé ekki með broti þannig að það
hindri flæði vatns.
IS