60
61
8:1 Hreinlæti
Hreinsaðu/sótthreinsaðu skálarnar, höfuðspangirnar og eyrnapúðana reglubundið með sápu og heitu vatni.
Athugasemd:
Má ekki setja á kaf í vatn eða annan vökva.
8:2 Að fjarlægja/skipta um eyrnapúða
Renndu fingrunum undir brún eyrnapúðans og kipptu honum beint út
(mynd E)
.
Komdu fyrir nýjum eyrnapúða með því að þrýsta á uns hann smellur á sinn stað
(mynd E)
.
9. VARAHLUTIR/FYLGIHLUTIR
HY79 Hreinlætisbúnaður
Hreinlætisbúnaður sem auðvelt er að skipta um, tveir deyfipúðar og ásmelltir þéttihringir. Skiptu um minnst tvisvar á ári til að
tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og þægindi!
HY100A Clean - Einnota hlífar
Einnota hlífar sem auðvelt er að setja á eyrnapúðana. Í hverjum pakka eru 100 pör. Séu hreinlætishlífar settar á eyrnapúðana,
getur það komið niður á hljóðfræðilegum eiginleikum þeirra.
HYM1000 Hljóðnemahlíf
Raka- og vindheld með hreinlætislímbandi. Verndar talnemann og lengir endingartíma hans.
Pakkinn inniheldur 5 metra lengju til um 50 skipta. Inniheldur latex, ekki mælt með efninu fyrir viðkvæma.
M40/1 Vindhlíf fyrir MT7-gerð talnema
Virkar vel gegn vindgnauði. Lengir líftíma talnemans og hlífir honum.
Ein hlíf í hverjum pakka.
M60/2 Vindhlíf fyrir umhverfishljóðnema
Virkar vel gegn vindgnauði. Í hverjum pakka er eitt par.
MT7 dýnamískur hljóðnemi
Hljóðnemabóma með dýnamískum hljóðnema.
ACK053 Hleðslurafhlöðupakki
NiMH hleðslurafhlöðupakki, 2500 mAh.
1180 SV rafhlöðulok
Rafhlöðulok til notkunar með 1.5 V rafhlöðum af gerð LR6 (AA). (Eitt lok fylgir í pakkanum við afhendingu).
FR09 Hleðslutæki fyrir rafhlöður
Hleðslutæki fyrir Peltor ACK053 hleðslurafhlöður.
Flex-tengisnúra
Hafðu vinsamlegast samband við 3M Peltor sölumann þinn!
ÁBYRGÐ
Ábyrgðin nær ekki til neinna skemmda sem rekja má til þess að viðhaldi er ábótavant eða að kæruleysi er sýnt í meðferð tækisins.
Nánari upplýsingar um viðhald má finna í leiðbeiningum notanda. Hafðu samband við umboðsmann eða næstu skrifstofu 3M til
að fá allar upplýsingar um ábyrgðarskilmála.
Bluetooth
® heitið og táknmerkið og lógó eru skráð vörumerki í eigu
Bluetooth
SIG Inc. og öll notkun þessara merkja hjá 3M
er samkvæmt leyfi. Önnur vörumerki og viðskiptaheiti eru eign viðkomandi eigenda.
3M ber enga ábyrgð af neinu tagi, hvort beina né óbeina (þar með talið, en ekki takmarkað við tap á hagnaði, viðskiptum
og/eða viðskiptavild) sem sprettur af því að treysta á einhverjar þær upplýsingar sem hér eru gefnar af 3M. Notandinn ber
ábyrgð á því að meta hve vel vörurnar henta fyrir þá notkun sem áformuð er. Ekkert í yfirlýsingu þessari skal metið svo að
það útiloki eða takmarki ábyrgð 3M vegna andláts eða líkamlegs tjóns sem sprettur af því að hunsa hana.
IS
Summary of Contents for Peltor WS ProTac XP MT15H7 WS5 Series
Page 178: ...176 ...