175
IS
Aðrar aðgerðir
Reload (bætt við þvotti)
Þessa aðgerð má nota á meðan þvottakerfi er í gangi. Ef tromlan snýst enn
og í henni er mikið af heitu vatni er ekki óhætt að opna lúguna (þess vegna
er ekki hægt að opna hana við þær aðstæður). Þrýstu á Start/Pause í 3
sekúndur til að virkja aðgerðina svo hægt sé að bæta fatnaði við þvottakerfi
í gangi. Farðu eftir eftirfarandi leiðbeiningum:
1. Bíddu þar til tromlan hættir að snúast.
2. Lúgulásinn opnast.
3. Opnaðu lúguna, settu fötin inn í vélina og lokaðu henni svo á ný og
þrýstu á Start/Pause.
Notkun
Varúð!
Ekki má nota aðgerðina Reload (bætt við þvotti) ef
vatn nær upp yfir jaðarinn á innri tromlunni eða ef þú
notar þvottakerfi með háum hita.
Þrýstu á Start/
Pause í 3 sekúndur
Settu fötin í vélina
Settu í gang