60
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
Kannaðu hvort allir hlutar tækisins séu heilir og að tækið sé ekki
skemmt. Fylltu vatnstankinn upp á hámarksmerkingu, láttu tækið
sjóða vatn nokkrum sinnum án kaffis og helltu svo vatninu niður.
Þrífðu alla losanlega hluti vandlega með heitu vatni.
1. Opnaðu lokið á vatnsgeyminum og fylltu hann af köldu
drykkjarvatni. Vatnið ætti ekki að ná hærra upp en að MAX-
merkingunni á vatnsmælinum.
2. Settu trektina á sinn stað og gættu þess að henni sé alveg rétt
fyrir komið, settu svo pappírssíu eða nælonsíuna sem fylgir í
trektina.
3. Settu malað kaffi í pappírs- eða nælonsíuna.
Ein skeið af kaffi gefur að jafnaði einn bolla af úrvals kaffidrykk en
auðvitað má laga skammtastærð að eigin smekk.
4. Settu ryðfríu könnuna á hitaplötuna þannig að hún standi slétt.
5. Tengdu rafmagnsleiðsluna við innstungu. Talan „12:00“ birtist
á LED-skjánum og tvípunkturinn blikkar en aðeins kemur ljós á
suma hnappana.
6. Þrýstu á ON/OFF-hnappinn og RUN, rautt gátljós, lýsir. Tækið
byrjar að vinna.
7. Þú getur hvenær sem er stöðvað kaffibruggunina með því að
þrýsta einu sinni á ON/Off-hnappinn og RUN, rauða gátljósið,
slokknar. Tækið heldur áfram að brugga kaffi þegar þrýst er á
ON/OFF að nýju.
8. Athugasemd: Þú getur fjarlægt könnuna og skenkt í bolla
hvenær sem er. Tækið stöðvar þá kaffirennslið sjálfkrafa. Það má
þó ekki gera lengur en 30 sekúndur.
9. Fjarlægðu könnuna til að skenkja kaffi þegar bruggun lýkur (um
mínútu eftir að kaffið hættir að drjúpa).
ÁÐUR EN TÆKIÐ ER TEKIÐ Í NOTKUN
AÐ HELLA UPP Á KAFFI
Содержание CKB2900X
Страница 65: ...65 2022 Elon Group AB All rights reserved...