63
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
AÐ FJARLÆGJA KALKHÚÐ
Þú ættir reglubundið að fjarlægja allar útfellingar steinefna úr vatni
til að tryggja örugga notkun tækisins en umfang þeirra ræðst af
vatnsgæðum á hverjum stað og því hve oft tækið er notað. Þrífðu
tækið sem hér segir:
1. Fylltu vatnstankinn að MAX-merkinu með blöndu af vatni og
kalkhreinsi í hlutföllunum 4:1. (Notaðu kalkhreinsi til heimilisnota
og lestu leiðbeiningarnar á umbúðum hans. Það má líka nota
sítrónsýru í stað kalkhreinsis.)
2. Settu könnuna á fótinn og gættu þess að miðpunktur hennar
standist á við miðpunkt trektarinnar.
3. Þrýstu einu sinni á ON/OFF-hnappinn og RUN-gátljósið lýsir. Eftir
stutta stund fer vatn að renna sjálfkrafa.
4. Þegar um það bil einn bolli af vatni hefur runnið í gegn skaltu
slökkva á tækinu með því að þrýsta einu sinni á ON/OFF-
hnappinn. Þá slokknar RUN-gátljósið.
5. Láttu blönduna taka sig í 15 mínútur og endurtaktu svo 1. til
5. þrep.
6. Settu tækið í gang með því að þrýsta enn einu sinni á ON/OFF-
hnappinn og láta það ganga uns vatnstankurinn hefur alveg
tæmst.
7. Skolaðu tækið með því að endurtaka þetta ferli með hreinu vatni
minnst 3 sinnum.
Содержание CKB2900X
Страница 65: ...65 2022 Elon Group AB All rights reserved...