is
5
Hurðararmur festur á kláfinn
Beini hurðararmurinn er þegar samsettur.
Ráðlögð uppsetning:
Aðskilja má kláfinn frá drifinu með því að kippa í rauða handfangið
og ýta honum handvirkt í átt að hurðinni. Þegar hurðin er lokið,
festu bogna hurðararminn (1) á hurðafestinguna með skrúfboltanum (2)
og festu með teininum með splittinu (3). Tengdu beina og bogna
hurðararminn saman þannig að þeir falli að hvor öðrum og skarist
saman sem nemur 2 skrúfugötum (4) og festu með ró (5). Veldu götin
þannig að hurðararmurinn standi með gráðuhallann 30-40°.
ATHUGIÐ:
Sleppa má bogna hurðararminum, hafi hurðartengibúnaðurinn verið
festur alveg efst við efri brún hurðarinnar.
Festu sleppihandfang neyðarsleppibúnaðarins í
a.m.k. 1,80 m hæð.
Festu gula miðann er varðar sleppibú nað
bílskúrshurðaopnarans (límmiði) á snúru hurðarhandfangsins.
17
Rafmagnstengingar
Til að forðast líkamstjón og skemmdir á búnaðinum,
skal hurðaopnarinn aðeins notaður ef beinar leiðbeiningar um
slíkt fyrirfinnast í þessari handbók. Rafmagnstengið verður
ávallt að vera vel aðgengilegt svo hægt sé að aftengja við aflgjafa.
Uppsetning upplýsta hnappsins eða
fjölvirka hurðarstjórntækisins
Staðsettu hurðarstjórntækið þar sem bílskúrshurðin er sýnileg, fjarri
hurðinni og hurðarvélbúnaði og þar sem börn ná ekki til. Festu
a.m.k. 1,5 m (5 fetum) yfir gólfinu. Festu til frambúðar
aðvörunarlímmiðann á vegginn nærri hurðarstjórntækinu, sem ámin-
ning um örugga notkun.
Það eru 2 skaut (1) aftan á hurðarstjórntækinu (2). Losaðu u.þ.b. 6mm
(1/4”) af einangrun af rafmagnsvírnum (4). Aðskildu vírana nægilega
mikið til að tengja hvíta/rauða vírinn við RAUÐU skrúfu 1 á skautunum
og hvíta vírinn við WHT skrúfu 2 á skautunum.
Festu hurðarstjórntækið á bílskúrsvegg innandyra með málmþyn-
nuskrúfum (3) sem fylgja. Boraðu 4mm (5/32”) göt og notaðu gifsfestin-
gar (6) sé uppsett á gifsvegg. Hentugur staður er við hliðina á gön-
guhurðinni og þar sem börn ná ekki til.
Leiddu rafmagnsvírinn upp vegginn og yfir loftið að bílskúrshurðaop-
naranum. Notið einangruð hefti (5) til að festa vírinn. Skynditengiskaut
móttakarans eru staðsett á bak við ljóslinsu opnarans.
Tengdu rafmagnsvírinn við skautin sem hér segir:
hvítt/rautt í rautt (1) og hvítt í hvítt (2).
Notkun hurðarstjórntækisins
Þrýstu á til að opna eða loka hurðinni. Þrýstu aftur á til að stöðva hurði-
na á meðan hún
hreyfist.
Fjölvirkt hurðarstjórntæki: Þrýstu á hvíta ferninginn til að opna eða loka
hurðinni. Þrýstu aftur á til að stöðva hurðina á meðan hún hreyfist.
Ljósavirkni: Þrýstu á ljóshnappinn til að kveikja eða slökkva á ljósi
opnarans. Ef þú kveikir á því og virkjar svo opnarann, er áfram kveikt á
ljósinu í 2-1/2 mínútu. Þrýstu aftur á til að slökkva á því fyrr. Ljóshnap-
purinn stjórnar ekki opnaraljósunum þegar hurðin er á hreyfingu.
Uppsetning ljósnema
(Valkvæmur aukabúnaður)
Eftir uppsetningu og stillingu hurðaopnarans, má setja upp
ljósnema. Uppsetningarleiðbeiningarnar fylgja með ljósnemunum.
Hinir valkvæmu ljósnemar tryggja að hurðin sé opin, eða haldist
opin, ef fólk, sérstaklega ung börn, eru nálægt hurðinni.
Ljósnemarnir gera það að verkum að hurð sem er að lokast opnast,
eða að opin hurð lokast ekki, ef einstaklingur sem er nálægt hurðinni
sker geislann frá skynjaranum.
Sérstaklega er mælt með ljósnemunum fyrir fjölskyldur með ung
börn.
19
20
Ytri neyðarsleppibúnaður (valkvæmur)
Samsetning:
1. Settu stálkapalinn og hlífina inn í opið sem er að finna á
sleðanum og festu.
(Mynd A)
2. Haltu lausa endanum á stálkapalshlífinni upp að hurðavæng-
num lóðrétt fyrir ofan læsingarhandfangið á hurðinni (Mynd
B). Tengistykkisplatan er fest við hurðina við enda stálka-
pals-hlífarinnar. Það má ekki vera kröpp beygja á stálkapal-
shlífinni. Staðsettu tengistykkisplötuna eins hátt og
mögulegt er.
3. Skrúfaðu tengistykkisplötuna saman (Mynd C)
4. Þræddu kapli og ró inní tengistykkisplötuna og hertu róna.
5. Nota skal kapalbönd eins og nauðsyn krefur til að máta saman
stálkapalshlífina og hurðararminn til verndar.
6. Boraðu í gegnum hurðarhandfangið á viðeigandi stað (3mm).
Prófaðu fyrst í hvaða átt hurðarhandfangið hreyfist þegar þú
opnar. Það verður að strekkjast meira á kaplinum þegar losað er.
7. Þræddu stálkapalinn, hertu lítillega og festu með kapalklemmunni
(Mynd E).
Athugið: Opnaðu hurðina handvirkt og fylgstu með þegar
sleðinn losnar. Sé stálkapall mjög strekktur getur hann óvart
virkjað losun
og þá er hurðin opin. Mikilvæg staða er vanalega
miðja vegu milli OPIN og LOKUÐ.
Prófaðu hvernig opnunin virkar.
Virknin skal prófuð mánaðarlega.
Einungis krafist þegar enginn annar aðgangur að bílskúrnum er til
staðar nema um hurðina.
• Vegna mikils fjölda hurða á markaðinum getur sú festing sem hentar
best fyrir tegund þinnar hurðar verið frábrugðin þeirri sem sýnd er á
þessari teikningu.
• Svo að sleppibúnaðurinn virki sem best, ætti sú átt sem stálkapallinn
er togaður í átt að tengistykkisplötunni að vera hornrétt á neðsta
hlutann, eins og mögulegt er. Sjá teikningar. Hurðararminum (toga
rminum) skal breytt á þann hátt að hann sé eins brattur og mögulegt
erí lokaðri stöðu hurðarinnar.
• Opnarinn má ekki ýta hurðinni fast að hurðarkarminum þegar hurðin
lokast. Fylgstu með brautinni til að ganga úr skugga um þetta. Lyftist
hún upp, er hurðinni ýtt of fast að hurðarkarminum. Það eykur líka
orkuþörfina við að opna síðar. Endurstilltu endastöðuna.
Fylgihlutir fyrir neyðarsleppibúnaðinn:
1. Kapalband
1x
2. Stálkapall með hlíf
1x
3. Tengistykkisplata
1x
4. Kapalklemma
1x
5. Skrúfa
1x
18
21
Содержание Motorlift ML700
Страница 62: ......
Страница 63: ......
Страница 64: ...114A4292D 2012 Chamberlain GmbH ...
Страница 138: ......
Страница 139: ......
Страница 140: ...114A4390C 2012 Chamberlain GmbH ...
Страница 141: ......
Страница 142: ......