
86
Innihald
Notkun
Notkun...............................................................
86
Vörulýsing.......................................................... 86
Meðhöndlun og geymsla...................................
86
Uppsetning........................................................
86
Rafmagnstengi.................................................. 87
Starfræksla........................................................
87
Þessar leiðbeiningar eiga við sökkvanlegu dæluna og loftdæluna sem eru
tilgreindar á forsíðunni. Þær eru ætlaðar til tímabundinnar notkunar í
viðhaldsvinnu, við aðstæður sem hafa hlotið samþykki til þess bærs tæknimanns,
í vatni allt að 40°C, með skolpi, eða óeldfimum vökvum sem samrýmist
málmblöndu dælunnar, nítríl-gúmmíi og hinum efnunum, án þess að seigja
blöndunnar fari yfir 10 cp (m pa•s) né þéttleika yfir 1,1. Við notkun skildi aðeins
snerta losunarslöngu og kapla ef þörf krefur og alls ekki vatnið. Aðgangur að
svæðinu ætti að vera bundinn við til þess bæra viðhaldstæknimenn en skildi alls
ekki vera opinn börnum eða almenningi.
Dælurnar eru í samræmi við viðeigandi reglugerðir Evrópusambandsins.
VARÚÐ!
Ekki má koma dælunni varanlega fyrir í sundlaugum eða
gosbrunnum á stöðum þar sem hætta er á flóðum.
HÆTTA!
Ekki má nota dæluna í umhverfi þar sem er eld- eða
sprengihætta eða til að dæla/loftdæla eldfimum vökvum.
VARÚÐ!
Ekki ætti að kveikja á dælunni þegar hún hefur verið tekin í
sundur að hluta til
Vörulýsing
Sjá tæknilegar upplýsingar á töflu; sjá skilgreiningar á þeim táknum sem notuð
eru hér fyrir neðan. Ferlirit yfir afköst, rúmmálsskemu og aðrar upplýsingar sem
þörf er á til að geta valið og sett upp á fullnægjandi hátt, eru góðfúslega veitt, ef
þess er óskað, af söluaðila Tsurumi á staðnum.
Þýðing textans í töflunni (viðauka) er sem hér segir:
=Snúningshraði
P
2
P
1
I
ø
I
max
Q
max
H
max
=Rafmagnskapall
=Olíumagn
=Rúmmál
=Þurr þyngd
(án kapals)
=Sökkvunardýpt
(hámark)
=Þéttingar
=hámarkshæð
=Metinn straumur
=Orkuinntak
=Metið afl
=Upphafsstraumur
=hámarksstreymi
Meðhöndlun og geymsla
Flytja má dæluna og hana má geyma annaðhvort lárétt eða lóðrétt. Tryggið að hún sé örugglega fest og geti ekki oltið.
VARÚÐ!
Dælan verður ávallt að hvíla á þéttum grunni svo hún
sporðreisist ekki. Þetta gildir um alla meðhöndlun, flutning,
prófanir og uppsetningu.
VARÚÐ!
Lyftið ávallt dælunni með handföngunum, aldrei á
rafmagnskapli eða slöngu.
Tíminn á milli afhendingar og fyrstu klukkustundar við
dælingu er mjög hættulegur. Gæta þarf þess að kremja ekki,
snúa eða toga í viðkvæman kapalinn og að brjóta ekki harða en stökka
málmblöndu dælunnar eða stofna fólki nálægt í hættu. Koma skal í veg
fyrir að vatn berist inn í opna enda kapalsins við meðhöndlun.
Geymið á þurrum stað til að koma í veg fyrir tæringu af völdum raka innan í
dælunni. Hafi dælan verið notuð við dælingu ætandi efna skal þrífa hana fyrst.
Hreinsun með vatni, blönduðu með skurðarolíu, getur komið að gagni ef ekki er
til staðar þurr geymsla.
Uppsetning
Öryggisráðstafanir
Til þess að lágmarka hættuna á slysum meðan á þjónustu og uppsetningu
stendur, skal gæta ýtrustu varkárni og hafa í huga hættuna á raflosti.
Aðeins menntaður rafvirki ætti að fá leyfi til að vinna við rafkerfið, þar sem aðeins
hann er fær um að þekkja hætturnar sem fylgja og reglugerðina.
Setjið dæluna ekki í samband við rafmagn ef uppsetningu hennar er ekki lokið
eða ef einhver hluti dælunnar hefur ekki verið skoðaður eða ef einhver snertir
vatnið.
VARÚÐ!
Lyftibúnaðurinn verður ávallt að vera hannaður til að passa
við þyngd dælunnar. Sjáið undir fyrirsögninni
“Framleiðslulýsing”.
Uppsetning á dælu með stuðningi (duckfoot bend):
Þetta á að gera kleift að reisa dæluna til skoðunar, án þess að
þurfa að losa útrennslisrörið, meðfram tveimur galvaníseruðum
eða ryðfríum stálrörum sem kaupa þarf í verslun á staðnum.
Þetta felur í sér 90° beygju með stalli sem hún er skrúfuð niður á
og festingu fyrir toppana á rörunum. Rörin þurfa að vera samsíða
og lóðrétt og lyftibúnaðurinn fyrir ofan þyngdarpunkt dælunnar.
Þegar dælan er látin síga lokast flans dælunnar vegna þungans.
Þetta gildir líka um TOS-BER loftdælur.
Þjónusta og viðhald...........................................
88
Vandræði við gangsetningu...............................
89
Tæknilegar upplýsingar....................... sjá viðauka
Uppsetning á dælu með eðlilega beygju:
Venjulega, í þessari beygju, er flýtitengi, eða að minnsta kosti
flansa, komið fyrir í leiðslunni svo hægt sé að aftengja fljótt í
aðgengilegri hæð, svo mögulegt sé að lyfta dælunni upp til
skoðunar. Dælan verður að hvíla lóðrétt á rúmgóðum og
stöðugum fleti, eða að henni er lyft á handföngum eða augum.
Allt þetta á líka við BER og TR(N) loftdælur.
Ekki ætti að nota dælur og loftdælur í andrúmslofti sem gæti orðið eldfimt né í
vatni sem gæti innihaldið eldfima vökva.
Takk fyrir að velja Tsurumi sökkvanlega dælu. Til að njóta möguleika tækisins til fullnustu ættuð þið að lesa eftirfarandi atriði fyrir notkun, en það
er nauðsynlegt öryggis og áreiðanleika vegna. Efnisyfirlitið inniheldur viðeigandi viðvaranir og leiðbeiningar.
Keðja:
Endinn á lyftikeðju: Keðjan verður að vera fest örugglega þar sem auðvelt er að
ná til hennar ef dælan virkar ekki.
=tengsl við útstöð
spjald
(skýringarmynd
í viðauka)