IS-154
IS-155
IS
IS
Ef ekki kviknar á skjánum jafnvel þótt ýtt sé á hnappinn
til að kveikja og slökkva.
Taktu lokið á rafhlöðuhólfinu úr
lás með því að snúa því til vinstri
yfir merkinguna og lyftu síðan
lokinu af.
Taktu gömlu rafhlöðuna úr og settu
nýja rafhlöðu (CR2032) í þannig að
táknið „+“ snúi upp.
Settu lokið aftur á rafhlöðuhólfið
og snúðu því í læsta stöðu.
Eftir að skipt er um rafhlöðu þarf hitamælirinn að tengjast einu sinni við
Natural Cycles-appið til þess að hægt sé að samstilla dagsetningu og tíma
að nýju. Til þess skal opna Natural Cycles-appið og kveikja á hitamælinum.
Ekki er hægt að nota hitamælinn fyrr en að þessu loknu.
Vistaðar mælingar haldast áfram í minni þegar skipt er um rafhlöðu.
Hver NC° Thermometer (Gen 2) er með einkvæmt auðkenni sem er
úthlutað tilteknum notanda. Þessi úthlutun fer fram þegar hitamælirinn
er tekinn í notkun og er samstilltur við Natural Cycles-appið í fyrsta sinn.
Lok á rafhlöðu-
hólfi ólæst
Lok á rafhlöðu-
hólfi læst
SKIPT UM TÆKI
Hitastig sem er mælt, er yfir 43,99 °C og er því utan mælisviðs.
Hitastig sem er mælt, er undir 32,00 °C og er því utan
mælisviðs.
Umhverfishitastig er yfir 40,00 °C og þar með utan leyfilegra
marka fyrir notkun.
Umhverfishitastig er undir 10,00 °C og þar með utan
leyfilegra marka fyrir notkun.
Ekki kviknar á skjánum þegar kveikt er á tækinu. Gakktu úr
skugga um að rafhlaðan hafi verið sett rétt í og snúi rétt (+/-).
Ef vandamálið er áfram fyrir hendi skal skipta um rafhlöðuna.
Minni tækisins er fullt. Tengdu hitamælinn við
Natural Cycles-appið til að senda mælingarnar
yfir í appið.
Rafhlaðan er tóm. Skiptu um rafhlöðu.
Lítil hleðsla er eftir á rafhlöðunni. Hafðu aðra rafhlöðu til
taks.
Hitaviðvörun. Hár hiti yfir 37,5 °C mældist.
Ef tækið týnist eða bilar getur þú tengt nýjan NC° Thermometer (Gen 2) við
notandareikninginn þinn.
Til þess skaltu fara í aðalvalmynd Natural Cycles-appsins og fylgja
leiðbeiningunum sem þar koma fram.
Athugaðu: Ef þú skiptir um tæki innan tíðahrings verður yfirstandandi
tíðahringur óvirkur í Natural Cycles-appinu. Af öryggisástæðum tekur appið
eingöngu við mælingum frá einu tilteknu tæki innan sama tíðahrings.
VILLUBOÐ
Skipta skal um rafhlöðuna:
Ef táknið fyrir tóma rafhlöðu (mynd 2) birtist á skjánum
þegar kveikt er á tækinu. Setja verður nýja rafhlöðu í
hitamælinn til þess að geta notað hann.
Mynd 2
Mælingunni var hætt of snemma. Endurtaktu mælinguna og
bíddu þar til henni lýkur áður en hitamælirinn er tekinn frá
mælistaðnum.
Villa í Bluetooth-tengingu.
Skynjaravilla. Ef villan kemur ítrekað upp skaltu hafa
samband við notendaþjónustu Natural Cycles.
Kvörðunarvilla. Ef villan kemur ítrekað upp skaltu hafa
samband við notendaþjónustu Natural Cycles.