IS-150
IS-151
IS
IS
Áður en þú byrjar að nota tækið þarftu að setja Natural Cycles-appið upp
í farsímanum. Ekki er hægt að nota NC° Thermometer (Gen 2) án Natural
Cycles-appsins.
Opnaðu Natural Cycles-appið. Fylgdu leiðbeiningunum
í appinu.
Byrjaðu síðan að nota hitamælinn. Til þess skaltu
halda Bluetooth-hnappinum inni í að minnsta kosti
eina sekúndu.
Tækið kveikir á sér og skiptir sjálfkrafa yfir í SET-
stillingu til að stilla dagsetningu og tíma (mynd 1).
Dagsetning og tími eru samstillt sjálfkrafa við Natural
Cycles-appið. Til þess tengist tækið við appið með
Bluetooth (mynd 2).
Þegar tengingu hefur verið komið á birtist textinn
„APP“ á skjánum (mynd 3).
Ef tækinu tekst ekki að koma á tengingu við appið
slekkur það á sér eftir 60 sekúndur. Ef þetta gerist
skaltu athuga hvort kveikt er á Bluetooth í farsímanum
og hvort búið er að opna Natural Cycles-appið. Reyndu
síðan aftur að koma á tengingu.
Áður en þú mælir þig skaltu taka hitamælinn úr glæra
hulstrinu.
Kveiktu á tækinu með því að halda hnappinum til
að kveikja og slökkva inni í að minnsta kosti eina
sekúndu. Textinn „On“ birtist á skjánum (mynd 1).
Tækið framkvæmir nú sjálfsprófun og öll atriði eru
sýnd á skjánum (mynd 2).
Sæktu Natural Cycles-appið í App Store eða í Google Play.
TÆKIÐ TEKIÐ Í NOTKUN
HITINN MÆLDUR
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 1
Mynd 2
Á skjánum er sýnt hversu margar mælingar er ekki
búið að senda (mynd 3).
Ef ekki er búið að senda meira en 25 vistaðar mælingar
yfir í Natural Cycles-appið birtist tilkynningin „APP/
FULL“ (mynd 4 og 5) á skjánum til að minna þig á að
senda mælingarnar sem fyrst yfir í appið.
Ef þú gerir yfir 30 mælingar án þess að senda
niðurstöðurnar í appið er elstu mælingunni eytt til að
búa til pláss fyrir nýja.
Þegar búið er að athuga stöðu gagnaflutnings logar
ljósið á skjánum í stutta stund eða hljóðmerki heyrist.
Þá er tækið tilbúið fyrir nýja mælingu.
Ekki skal byrja á mælingunni fyrr en skjárinn lýsist upp
eða hljóðmerki heyrist (ef kveikt er á hljóðmerkjum). Þegar byrjað er að
mæla þarf hitamælirinn þegar að vera í mælingarstillingu til þess að geta
skráð framvindu mælingarinnar á réttan hátt.
Settu oddinn á hitamælinum vinstra eða hægra megin undir tungurótina.
Hitaneminn verður að vera í góðri snertingu við líkamsvef.
Lokaðu munninum og andaðu rólega í gegnum nefið svo öndunin trufli
ekki mælinguna.
Svo lengi sem mælda hitastigið er undir mörkum
mælisviðsins (32,00 til 43,99 °C) er stafurinn „L“ (Low =
lágt) á skjánum (mynd 6). Sýna þarf dálitla þolinmæði á
meðan mælingin fer fram. Hitaneminn þarf fyrst að ná
að hitna úr herbergishita upp í líkamshita.
Því næst athugar tækið hvort búið er að senda allar
fyrri mælingar yfir í Natural Cycles-appið. Tækið getur
geymt að hámarki 30 mælingar í biðminni.
Staða gagnaflutnings athuguð
Hitinn mældur
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Meðan á mælingunni stendur er hitastigið hverja stundina sýnt á skjánum.
Bíða verður þar til mælingunni lýkur til að tryggja að hún sýni nákvæmt
hitastig.
Þegar mælingunni lýkur er það gefið til kynna með löngu hljóðmerki.
Ef slökkt er á hljóðmerkjum lýsist skjárinn upp til að gefa til kynna að