IS
34
• Forðastu að opna hurðina of oft, sérstaklega þegar rakt og hlýtt er í veðri. Skildu hurðina
eftir opna í eins stuttan tíma og mögulegt er.
•
Kannaðu reglulega hvort tækið sé nægilega vel loftræst (þ.e.a.s. nægilegt loftflæði sé
bak við ísskáp).
• Fyrir ísskápa og frystiskápa í venjulegu hitastigi, skaltu stilla hitastigsstýringuna á
miðjustöðu.
•
Áður en þú fyllir tækið af matvælum, skaltu vera viss um að þau hafi kólnað niður í
stofuhita.
• Ís- og hrímlög auka við orkunotkun. Afþíddu tækið ef íslag er orðið 3–5 mm að þykkt.
• Ef tækið er með ytri þétti á bakhlið, skal ávallt halda þéttinum lausum við ryk og önnur
óhreinindi.
•
Fylgdu ávallt leiðbeiningum í köflum um staðsetningu á tækinu og leiðir til
orkusparnaðar. Ef þú gerir það ekki mun orkunotkunin verða mun hærri en nauðsynlegt
er.
Mikilvægt
1.
Settu frystiskápinn á stöðugan flöt. Til að koma í veg fyrir titring og hávaða, skal stilla
fætur að framan þannig að frystiskápurinn standi rétt.
2. Veldu vel loftræst rými þar sem bil kringum frystiskápinn er að minnsta kosti 10 cm.
3. Ekki staðsetja frystiskápinn í beint sólarljós eða nálægt hitagjafa eins og ofni eða
vatnshitara.
Viðvörun: Þetta tæki verður að tengja við jarðtengda innstungu.
Uppsetning
Áður en þú tengir frystiskápinn í fyrsta skipti skaltu fjarlægja allar umbúðir og hreinsa
tækið. Þurrkaðu með mjúkum klút.
HITASTIGSSTÝRING
Hitastiginu í frystiskápnum er stýrt með hitastigsstýringunni inni í frystiskápnum. Til að
breyta hitastiginu í frystiskápnum skaltu snúa hitastigsstýringunni á hærri eða lægri
gildi. Stýringin er með merkingunum „MIN, NOR, MAX og OFF“ fyrir mismunandi
hitastigsstillingar. MIN er hæsta hitastigið og MAX er það lægsta. Fyrir venjulega notkun
skaltu setja stillinguna á NOR. Ef NOR stillingin leiðir til of hás eða lágs hita skaltu breyta
stillingunni.
Notkun