103
3.0 UPPSETNING OG STILLING
3.1 SKIPULAGNING:
Skipuleggið fallvarnarkerfið áður en vinna hefst. Íhugið alla þætti sem gætu haft áhrif á öryggi,
bæði fyrir fall, á meðan að fall á sér stað og eftir fall. Takið tillit til allra krafa og takmarkana sem teknar eru fram í
hluta 1.
3.2 FESTINGAR:
Á skýringarmynd 6 má sjá festingar dragreipis. Veljið festistað þar sem hættan á fríu falli og sveiflufalli
er sem minnst (sjá hluta 1). Veljið traustan festistað sem þolir það stöðuálag sem tekið er fram í hluta 1.
3.3 FESTING VIÐ LÍKAMA:
Fallvarnartaug skal nota með fallvarnarbelti. Ef um fallvörn er að ræða skal festa dragreipið
við viðeigandi festibúnað (D-hring) á fallvarnarbeltinu. Leitið í leiðbeiningarnar sem fylgja með fallvarnarbeltinu
annars fallvarnarbúnaðar og fylgið ráðleggingum um festingar eftir.
3.4 FESTING FESTINGA:
Á skýringarmynd 6 er að finna tengingu við ýmsar tegundir festibúnaðar. Festiendi er búinn
krók, afturbindingu og toggripi til að hægt sé að festa hann við festibúnað:
• Króktenging:
Á skýringarmynd 6A má sjá tengingu við sjálfslæsingarkrók dragreipisins. Á skýringarmynd 6B
má sjá festingu við festilínu í kringum I-bita með smellikrók dragreipisins. Leitið í kafla 2 til að fá upplýsingar um
samhæfi tengilsins og rétta festingu.
4.0 NOTKUN
;
Byrjendur eða aðilar sem nota dragreipi sjaldan ættu að fara yfir „Öryggisupplýsingar“ í byrjun þessarar
handbókar áður en þeir nota dragreipið.
4.1 SKOÐUN AF HÁLFU STARFSMANNS:
Fyrir hverja notkun skal skoða dragreipið samkvæmt gátlistanum í
Eftirlits-
og viðhaldsskrá (tafla 2)
. Ef skoðun leiðir í ljós óörugg skilyrði eða gefur til kynna að dragreipið hafi orðið fyrir
skemmdum eða álags vegna falls verður að taka dragreipið úr notkun og farga því.
4.2 EFTIR FALL:
Öll dragreipi sem hafa orðið fyrir álagi vegna varnar við falli eða hafa ummerki um skemmdir sem
samsvara varni gegn falli samkvæmt því sem tekið er fram í
Uppsetningar- og viðhaldsskrá (tafla 2)
verður að taka úr
notkun samstundis og farga.
4.3 NOTKUN:
Á skýringarmynd 2 má sjá festingar fyrir hefðbundinn taumhalds-/staðsetningarbúnað. Festið ávallt þann
enda dragreipisins sem styður við líkamann við fallvarnarbelti eða öryggisbelti fyrst og svo legginn við hentuga
festingu. Látið slaka dragreipisins nálægt fallhættu vera í lágmarki með því að vinna eins nálægt festingunni og hægt
er. Upplýsingar um stoð við líkamann og festingu festibúnaðar má finna í kafla 3.
5.0 SKOÐUN
5.1 SKOÐUNARTÍÐNI:
Dragreipið með skal skoða með því millibili sem tekið er fram í hlta 2. Skoðunaraðferðum er lýst í
„Eftirlits- og viðhaldsskrá“ (tafla 2)
.
;
Erfiðar vinnuaðstæður (óblítt umhverfi, langvarandi notkun, o.s.frv.) geta haft í för með sér tíðari skoðun.
5.2 ÓÖRUGGAR AÐSTÆÐUR EÐA GALLAR:
Ef gallar koma í ljós við skoðun, skal fjarlægja dragreipið umsvifalaust úr
umferð og farga því til að koma í veg fyrir að það sé notað fyrir slysni. Dragreipi eru ekki viðgerðarhæf.
5.3 LÍFTÍMI VÖRU:
Endingartími 3M dragreipa ræðst af vinnuaðstæðum og viðhaldi. Hámarkslíftími getur verið frá 1 ári
við mikla notkun í öfgakenndum aðstæðum til 10 ára ef notkun er lítil og aðstæður eru vægar. Nota má vöruna áfram
svo lengi sem hún stenst skoðunarkröfur og það í allt að 10 ár.