OUTDOORCHEF.COM
152
153
RAFMAGNSBOXIÐ
AAA
AAA
AA
AA
AA
AA
Eftirfarandi atriði eru í rafmagnsboxinu:
• Fjórar NiMH-hleðslurafhlöður (gerð AA, 1,2 V/2400 mAh) fyrir Safety Light System (SLS)
• Tvær rafhlöður (af gerðinni AAA, 1,5 V) fyrir rafkveikingu
• Einn aðalrofi til að rjúfa straum til íhluta og koma þannig í veg fyrir að hleðslurafhlöðurnar tæmist
• Hleðslustöð fyrir hleðslurafhlöður: Á gerðunum DUALCHEF S 325 G og DUALCHEF S 425 G er hægt að tengja hleðslustöðina fyrir
hleðslurafhlöður við rafmagnsinnstungu með rafmagnssnúrunni sem fylgir með og stungið er í samband við tengilinn á bakhlið grillsins. Þegar
rafmagnssnúran sem fylgir með er tengd við grillið hlaðast hleðslurafhlöðurnar fjórar sjálfkrafa þegar kveikt er á aðalrofanum. Á meðan verið er
að hlaða logar ljósdíóðan á hleðslustöðinni stöðugt í appelsínugulum lit (hleðslutíminn er allt að 12 klukkustundir). Rafmagnssnúran fylgir ekki
með öðrum DUALCHEF-grillum. Hægt er að hlaða hleðslurafhlöðurnar engu að síður. Rafmagnssnúrur af þessari gerð fást í sérverslunum og í
raftækjaverslunum.
VARÚÐ:
Hægt er að hlaða hleðslurafhlöðurnar sem fylgja með DUALCHEF-grillinu með innbyggðu hleðslustöðinni í rafmagnsboxinu.
EKKI
má skipta þeim út fyrir venjulegar rafhlöður sem ekki er hægt að hlaða. Ef venjulegar rafhlöður sem ekki er hægt að hlaða eru settar í grillið og
rafmagnssnúran er sett í samband við innstungu reynir tækið að hlaða rafhlöðurnar. Þetta getur valdið alvarlegum skemmdum og eldsvoða!
SAFETY LIGHT SYSTEM (SLS)
SAFETY LIGHT SYSTEM (SLS) er öryggisbúnaður á DUALCHEF-grillinu sem verður virkur þegar gasstillihnappinum er snúið úr stöðu
rangsælis í átt að –
og þannig opnað fyrir gasstreymi til DGS
®
TWIN BURNER.
Ljóshringurinn utan um gasstillihnappinn og ljósdíóðan í miðjunni á gefa skýrt til kynna hvort skrúfað hefur verið frá gasinu fyrir einn eða fleiri
brennara, jafnvel þótt staðið sé í einhverri fjarlægð frá grillinu.
SLS-kerfið fær straum úr hleðslurafhlöðunum fjórum sem fylgja með. Þegar hleðslan á rafhlöðunum er komin niður í u.þ.b. 20% byrjar SLS-kerfið
að blikka og gefur þannig til kynna að bráðlega slokkni á ljósum SLS-kerfisins séu rafhlöðurnar ekki hlaðnar. Gasstýringin virkar áfram þótt
hleðslurafhlöðurnar séu tómar.
Í DUALCHEF-grillunum er innbyggt hleðslutæki fyrir hleðslurafhlöður (sjá kaflann
RAFMAGNSBOXIÐ
).
Í stjórnborðinu er ljósnemi. Hann mælir birtustigið í umhverfi grillsins og stillir styrk ljósanna í SLS-kerfinu til samræmis.
ATHUGIÐ:
Svo tryggt sé
að þessi eiginleiki virki rétt verður að halda glerinu yfir skynjaranum hreinu og gæta þess að ekkert sé fyrir skynjaranum.
Содержание DUALCHEF 315 G
Страница 2: ......
Страница 164: ...OUTDOORCHEF COM NOTE ...
Страница 165: ...165 OUTDOORCHEF COM NOTE ...
Страница 166: ...OUTDOORCHEF COM NOTE ...
Страница 167: ...167 ...