159
E Pantera
IS
Almennar leiðbeiningar
Ef þú hefur spurningar eða þarft aðstoð í sambandi við grillið þitt eða örugga notkun þess skaltu hafa samband við þjónustudeild
umboðsins á þínu svæði. Notið tengiliðaupplýsingar á heimasíðunni okkar www.landmann.com
Með Landmann rafmagnsgrillinu getur þú grillað, steikt, og bakað með útkomu sem erfitt er að ná með venjulegum
innanhússeldhúsáhöldum. Maturinn fær þetta „utandyra“-bragð vegna þess að maturinn er grillaður undir lokuðu loki. Rafmagn er
auðvelt í notkun og gefur þér meiri stjórn á matseldinni heldur en kol.
• Þessar leiðbeiningar munu upplýsa þig um þær lágmarkskröfur sem þarf fyrir uppsetningu Landmann rafmagnsgrillsins. Vinsamlegast
lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en Landmann rafmagnsgrillið er tekið í notkun. Röng samsetning getur verið hættuleg.
• Þetta Landmann rafmagnsgrill er ekki ætlað til notkunar í viðskiptalegum tilgangi.
• Skiljið Landmann rafmagnsgrillið ekki eftir án eftirlits meðan á notkun stendur.
• Ekki má gera breytingar á neinum íhlutum sem innsiglaðir eru af framleiðandanum.
• Allar breytingar á tækinu geta verið hættulegar.
• Framkvæmið sjónræna skoðun á rafmagnssnúru, innstungu og stjórnhnappi hitaeiningar til að gá að skemmdum og sliti fyrir notkun.
• Þegar grillið er hitað upp í fyrsta skipti gæti það gefið frá sér brunalykt. Grillið er að brenna aukaleg smurefni sem er að finna á
hitaeiningunni. Þetta hefur ekki áhrif á öryggi grillsins.
• Til að koma í veg fyrir bruna eða raflost skal ávallt láta viðurkenndan rafvirkja skipta um rásir eða innstungur ef þess með þarf.
• Innstungur með ófullnægjandi jarðtenginu gætu valdið raflosti.
• Haldið tengingum þurrum og frá jörðu. Látið ekki snúru hanga yfir borðbrún þar sem hægt er að hrasa um hana eða börn geta togað
í hana.
• Breiðið yfir grillið eða geymið á stað sem er veðurvarinn þegar það er ekki í notkun.
• Þrífið grindina og eldunarhólfið eftir hverja notkun.
GEYMSLA Á GRILLINU OG/EÐA GRILLIÐ ER EKKI Í NOTKUN
• Þegar ekki er verið að nota Landmann rafmagnsgrillið á hitastillishnappurinn með rafmagnssnúrunni að vera í „OFF“-stöðu og það
verður að vera ÓTENGT og geymt innandyra.
NOTKUN
VIÐVÖRUN: Ekki má nota Landmann rafmagnsgrillið fyrir neðan eldfimt yfirborð.
VIÐVÖRUN: Ekki má setja Landmann rafmagnsgrillið upp í tómstundaökutækjum og húsbílum og/eða bátum.
VIÐVÖRUN: Notið grillið ekki innan 60 cm (24 in) frá eldfimum efnum fyrir aftan eða til hliðar við grillið.
VIÐVÖRUN: Gjörvallt eldunarhólfið verður heitt við notkun. Skiljið grillið ekki eftir án eftirlits.
VIÐVÖRUN: Haldið öllum rafmagnssnúrum frá heitum yfirborðsflötum.
VIÐVÖRUN: Haldið öllum eldfimum gufum og vökvum eins og bensíni, steinolíu og alkóhóli o.s.frv. og öðrum eldfimum
efnum frá matreiðslusvæðinu.
VIÐVÖRUN: Við matreiðslu skal tækið standa á jöfnu og stöðugu yfirborði á svæði sem engin eldfim efni er að finna.
VIÐVÖRUN: Losið algjörlega um rafmagnssnúruna fyrir notkun. Haldið snúrunni frá eldunarhólfinu.
Содержание 12975
Страница 173: ...173 E Pantera 1 A A A 2X 3 4 4 1 2 ...
Страница 174: ...174 E Pantera 5 3 6 3 4 ...
Страница 175: ......