6.4 Ofálagsöryggi
230 V~ innstunga:
Virkniljósið (mynd 2 / staða 14) logar við
venjulega notkun.
Ef að of mikið álag er á tækinu blikkar
ofálagsljósið (mynd 2 / staða 13).
Slökkvið á tækinu (mynd 2 / staða 7).
Þrýstið á ofálagsrofann (mynd 2 / staða 22).
Gangsetjið tækið að nýju (mynd 2 / staða 7).
Varúð!
Ef að þetta kynni að verða, gangið þá úr
skugga um að ekki sé of mikið álag á tækinu og að
engin biluð tæki séu tengd við það.
12V-tengi:
Ef að of mikið álag er á tækinu rýfur tækið sjálfkrafa
strauminn að 12V-tenginu (mynd 2 / staða 12).
Þrýstið á ofálagsrofann (mynd 2 / staða 11) og nú á
að vera hægt að taka 12V-tengið aftur til notkunar.
Varúð!
Ef að ofálagsrofar eru bilaðir má einungis
skipta um þá með samskonar rofum. Ef svo er, hafið
þá samband við þjónustuaðila.
6.5 Slökkt á mótor
Látið rafstöðina ganga í smá stund án álags áður
en að slökkt er á henni þannig að rafallinn nái að
kólna niður.
Setjið höfuðrofann (mynd 2 / staða 7) í stillinguna
„0“.
Lokið (mynd 1 / staða 3) eldsneytiskrana .
Setjið bensínöndunarskrúfuna í stillinguna „OFF“
(mynd 4 / staða B).
7. Hreinsun, umhirða, geymsla,
flutningar og pantanir varahluta
Slökkvið á mótor tækis og takið kertahettuna af
kertinu áður en að hreinsun eða umhirða á tæki er
hafin.
Varúð! Slökkvið tafarlaust á tækinu og leitið til
þjónustuaðila:
Ef tækið byrjar að titra eða ef óeðlilegt hljóð
kemur frá því
Ef að mótor virðist vera ofgert og ef að erfitt er að
gangsetja hann
7.1 Hreinsun
Haldið hlífum, loftrifum og mótorhúsi tækisins eins
lausu við ryk og óhreinindi og hægt er. Þurrkið af
tækinu með hreinum klút eða blásið af því með
háþrýstilofti.
Við mælum með því að tækið sé hreinsað eftir
hverja notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og örlítilli
sápu. Notið ekki hreinsilegi eða ætandi efni; þessi
efni geta skemmt plastefni tækisins. Gangið úr
skugga um að það komist ekki vatn inn í tækið.
7.2 Skipt um olíu, olíustand yfirfarið (fyrir hverja
notkun)
Mótor tækis ætti að vera heitur þegar að skipt er um
olíu á honum. Farið eftir leiðbeiningum varðandi
umhirðu og þjónustu.
Hafið olíuílát við höndina sem ekki lekur.
Fjarlægið mótorhlífina (myndir 6a-6b / staða 5)
Opnið olíuáfyllingarlokið (myndir 8-9 / staða F).
Hellið gömlu olíunni af tækinu með því að halla
því og láta hana leka ofan í viðeigandi ílát.
Fyllið á nýja olíu (15W40) með meðfylgjandi
olíuáfyllingarkönnu (mynd 3 / staða 21) þar til að
efri rönd olíukvarða hefur verið náð (mynd 7 /
staða D).
Fargið gömlu olíunni á viðeigandi hátt. Skilið
notaðri olíu til staðar sem tekur á móti gamalli
olíu: Flestar bensínstöðvar, verkstæði eða
smurstöðvar taka á móti notaðri olíu. Blandið alls
ekki öðrum efnum við olíuna eins og frostlegi eða
stýrivökva eða annarskonar efnum. Geymið þar
sem börn ná ekki til og þar sem að eldhætta er
ekki til staðar.
7.3 Olíuöryggi
Ef að of lítil olía er á tækinu má ekki gangsetja
það.
Ef að of lítil olía er á tækinu logar rauða
olíuviðvörunarljósið (mynd 2 / staða 15) og það
slokknar á mótornum. Þegar að slokknað hefur
algjörlega á mótornum slokknar einnig rauða
olíuviðvörunarljósið.
Einungis er hægt að gangsetja tækið á ný eftir að
búið er að setja meiri olíu á mótorinn.
7.4 Loftsía
Hreinsið loftsíu reglulega of skiptið um hana ef þörf er
á því. Farið eftir leiðbeiningum varðandi umhirðu og
þjónustu.
Fjarlægið loftsíulokið (myndir 6a-6b / staða 5)
Fjarlægið loftsíulokið (mynd 8 og 10 / staða E).
Fjarlægið síueininguna (mynd 11 / staða G)
Hreinsið loftsíuna með því að slá úr henni. Ef að
loftsían er mjög óhrein er hægt að hreinsa hana
með sápuvatni og skola hana síðan með fersku
vatni áður en að hún er lögð til þurrkunar í fersku
lofti.
Varúð!
Notið ekki sterk hreinsiefni eða
bensín til þess að hreina loftsíu þessa tækis.
Samsetning fer fram eins og sundurtekningin í
öfugri röð
94
IS
Anleitung_SE_1000_digital_SPK7:_ 05.05.2011 10:21 Uhr Seite 94
Содержание SE 1000 digital
Страница 3: ...3 4 5 7 6b 6a A 5 B 5 8 E F 3 D Anleitung_SE_1000_digital_SPK7 _ 05 05 2011 10 20 Uhr Seite 3 ...
Страница 4: ...4 9 10 12b 12a 11 12c E 6 G 6 J I F Anleitung_SE_1000_digital_SPK7 _ 05 05 2011 10 21 Uhr Seite 4 ...
Страница 5: ...5 13 1 2 3 4 Anleitung_SE_1000_digital_SPK7 _ 05 05 2011 10 21 Uhr Seite 5 ...
Страница 124: ...124 Anleitung_SE_1000_digital_SPK7 _ 05 05 2011 10 22 Uhr Seite 124 ...