145
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
VIÐVÖRUN!
Tryggðu að loftræstingin sé nægilega góð
Gakktu úr skugga um að spanhelluborðið sé vel loftræst og að ekkert loki fyrir loftinntak eða loftúttak. Komdu í veg fyrir
slysasnertingu við heitan neðri hluta helluborðsins (eða rafstuð á meðan vinnu stendur) með því að setja upp tréplötu (og festa með
skrúfum) að lágmarki 50 mm frá neðsta hluta helluborðsins. Farðu eftir leiðbeiningunum hér fyrir neðan.
Það eru loftræstigöt að utanverðu á öllum hliðum helluborðsins. Gakktu
úr skugga um að vinnuborðið loki EKKI fyrir þessi göt þegar þú kemur
helluborðinu fyrir.
• Límið sem er notað til að festa efni úr plasti eða tré í eldhússkápum verður
að þola hitastig upp að 150˚C (annars geta límdir fletir losnað).
• Veggurinn á bakvið og nærliggjandi yfirborð verða því að þola hitastig
upp á 90˚C.
9.2 Gakktu úr skugga um eftirfarandi atriði fyrir uppsetningu á
helluborðinu:
• Að vinnuborðið sé ferkantað og lárétt (gættu þess að engir burðarbitar nái inn í rýmið).
• Að vinnuborðið sé gert úr hitaþolnu og einangrandi efni.
• Að ofninn sé með innbyggða kæliviftu ef helluborðið er haft fyrir ofan hann.
• Að uppsetningin uppfylli allar kröfur í þessum notkunarleiðbeiningum og viðeigandi staðla og reglugerðir.
• Að hentugur skilrofi, sem getur alveg rofið samband við raftengingu, sé settur upp varanlega og festur og staðsettur samræmi
við innlend lög og reglugerðir.
• Að skilrofinn sé af viðurkenndri gerð og með að lágm. 3 mm loftbil á milli tengipunkta á öllum rafskautum (eða á öllum virkum
fasaleiðurum, ef innlend lög um uppsetningu rafbúnaðar leyfa það frávik frá kröfum).
• Að það sé gott aðgengi að skilrofanum fyrir þann sem notar helluborðið.
• Að þú leitir til byggingaryfirvalda á staðnum og skoðir staðbundnar reglur ef þú ert í vafa með uppsetninguna.
• Að notað sé hitaþolið efni með yfirborði sem auðvelt er að þrífa (t.d. keramikflísar) á veggi umhverfis helluborðið.
Содержание CIH4331S
Страница 149: ...149 2021 Elon Group AB All rights reserved...