136
137
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
3.4.6 Læsa stýringum
• Hægt er að læsa stjórnborðinu (til dæmis til að koma í veg fyrir
að börn kveiki óvart á hitasvæði).
• Þegar stjórnborðið er læst virkar eingöngu ON/OFF aðgerðin.
Læsa stjórnborði
Þrýstu á lástáknið
Glugginn með tímamælinum sýnir (Lo)
Aflæsa stjórnborði
Þrýstu á lástáknið
í nokkrar sekúndur.
Þegar stjórnborðið er læst virkar eingöngu ON/OFF aðgerðin
.
Þú getur hvenær sem er slökkt á spanhellunum með
því að þrýsta á ON/OFF
í neyðartilfelli (áður en þú notar
helluna á ný þarftu þó að opna læsinguna).
3.4.7 Tímamælisskjár
Þú getur notað tímamælinn á tvo mismunandi vegu:
•
Sem mínútuteljara (þá slökknar ekki á neinu hitasvæði
þegar valinn tími er liðinn).
•
Til að slökkva á einu eða fleiri hitasvæðum (þegar valinn
tími er liðinn). Hámarkstímalengd tímamælis: 99 mínútur.
a) Nota tímamæli sem mínútuteljara
Ef þú velur ekki neitt hitasvæði
Gættu þess að helluborðið hafi verið ræst
og að minnsta kosti eitt hitasvæði sé í gangi.
ATH! Þú getur notað mínútuteljarann þótt
ekkert hitasvæði hafi verið valið.
Þrýstu á tímamælinn (10 birtist á glugganum
með tímamælinum og 0 blikkar).
Stilltu tímann með því að þrýsta á hitastýringuna (til dæmis 6).
Þrýstu aftur á tímamælinn (1 blikkar).
Stilltu tímann með því að þrýsta á hitastýringuna (til dæmis
9). Nú er tímamælirinn stilltur á 96 mínútur.
Þegar tíminn sem var stilltur er liðinn heyrist píp í 30
sekúndur og tímamælirinn sýnir (- -).
b) Tímamælirinn stilltur til að slökkva á einu eða fleiri
hitasvæðum
Þessi aðgerð slekkur á völdum hitasvæðum þegar
tímamælirinn er útrunninn.
Hitasvæði stillt
Þrýstu til að velja það hitasvæði sem þú vilt stilla tímann á.
Þrýstu á tímamælinn (10 birtist á glugganum með tímamælinum
og 0 blikkar).
Stilltu tímann með því að þrýsta á hitastýringuna (til dæmis 6).
Þrýstu aftur á tímamælinn
(1 blikkar).
Stilltu tímann með því að þrýsta á hitastýringuna (til dæmis 9).
Nú er tímamælirinn stilltur á 96 mínútur.
Niðurtalningin byrjar strax og búið er að stilla tímann. Í
glugganum birtist tíminn sem eftir er og tímamælirinn blikkar í
5 sekúndur.
Þegar eldunartíminn er liðinn slökknar sjálfvirkt á hitasvæðinu.
Содержание CIH4331S
Страница 149: ...149 2021 Elon Group AB All rights reserved...