![AEG 949494844 Скачать руководство пользователя страница 133](http://html1.mh-extra.com/html/aeg/949494844/949494844_user-manual_3048577133.webp)
12.1 Athugasemdir varðandi þrif
Hreinsiefni
Hreinsaðu heimilistækið að framan eingöngu með trefjaklút með volgu vatni og mildu hreins‐
iefni.
Notaðu þrifalausn til að þrífa málmfleti.
Þrífðu bletti með mildu hreinsiefni.
Dagleg notkun
Hreinsaðu ofnhólfið eftir hverja notkun. Fituuppsöfnun eða aðrar leifar geta valdið eldsvoða.
Raki getur þést í heimilistækinu eða á glerplötum hurðarinnar. Til að minnka þéttingu skaltu
láta heimilistækið vera í gangi í 10 mínútur áður en þú byrjar að elda í því. Ekki geyma mat í
heimilistækinu lengur en í 20 mínútur. Þurrkaðu hólfið eingöngu með trefjaklút eftir hverja
notkun.
Aukabúnaður
Þrífðu alla aukahluti eftir hverja notkun og leyfðu þeim að þorna. Notið eingöngu trefjaklút
með heitu vatni og mildu hreinsiefni. Ekki láta aukahlutina í uppþvottavél.
Ekki þrífa viðloðunarfríu aukahlutina með slípandi hreinsiefni eða hlutum með beittum brún‐
um.
12.2 Hvernig á að fjarlægja:
Hilluberar
Til að hreinsa ofninn skaltu fjarlægja
hilluberana.
1. skref
Slökktu á ofninum og hinkraðu þar til
hann hefur kólnað.
2. skref
Togaðu framhluta hilluberans frá hlið‐
arveggnum.
3. skref
Togaðu afturenda hilluberans frá hlið‐
arveggnum og fjarlægðu hann.
2
1
4. skref
Komdu hilluberunum fyrir í öfugri röð.
ÍSLENSKA 133
Содержание 949494844
Страница 3: ...My AEG Kitchen app DANSK 3 ...
Страница 38: ...My AEG Kitchen app 38 ENGLISH ...
Страница 73: ...My AEG Kitchen app SUOMI 73 ...
Страница 108: ...My AEG Kitchen app 108 ÍSLENSKA ...
Страница 143: ...My AEG Kitchen app NORSK 143 ...
Страница 177: ...My AEG Kitchen app SVENSKA 177 ...
Страница 211: ......
Страница 212: ...867376768 A 052023 ...