109
Hjálm
festing
B:7 Komdu hjálmfestingunum fyrir í festiraufunum á
hjálminum og smelltu þeim á sinn stað (B:8).
B:9 Vinnustaða: Þrýstu höfuðspangarvírunum inn á við þar til
þú heyrir smell báðum megin. Gættu þess að skálar og
höfuðspangarvírar þrýsti ekki á hjálmbrúnina í vinnustöðu þar
sem það gæti dregið úr hljóðdeyfingu eyrnahlífanna.
B:10 Loftræstistaða: Togaðu eyrnaskálarnar út á við uns þú
heyrir smell til þess að stilla heyrnartólin úr vinnu- í
loftræstistöðu. Forðastu að leggja skálarnar að hjálminum
(B:11) því það hindrar loftræstingu.
Hljóðnemi
(C:1) (C:2) Talhljóðnemi þarf að vera mjög nálægt munni ti að
fá bestu hávaðadeyfingu umhverfishljóða (3 mm).
AÐ SKIPTA UM HJÁLMFESTIPLÖTU
Það gæti þurft að skipta um hjálmfestiplötu til þess að festa
hlífarnar rétt á hinar ýmsu tegundir iðnaðaröryggishjálma.
Finndu ráðlagða festingu í töflu L. Aðrar plötur fást hjá
seljanda. Til verksins þarf skrúfjárn.
(E:1) Losaðu skrúfuna sem heldur plötunni.
(E:2) Skiptu um plötuna, gakktu úr skugga um að hún snúi
rétt og hertu svo skrúfuna.
1. LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
1:1 Að skipta um/hlaða rafhlöður
(1. mynd)
Settu hleðslurafhlöðuna (ACK081) í rafhlöðuhólfið. Þrýstu
klemmunni niður.
Raddskilaboð gefa til kynna að rafhlaða sé að tæmast: „low
battery“ (rafhlaða að tæmast) endurtekið á fimm mínútna
fresti. Sé ekki skipt um rafhlöður heyrast að lokum þessi
skilaboð: „battery empty“ (tóm rafhlaða). Tækið slekkur þá
sjálfkrafa á sér.
ATHUGASEMD:
Notaðu eftirfarandi rafhlöður í þetta tæki:
3M™ PELTOR™ ACK081 hlaðið með snúru 3M™ PELTOR™
AL2AI tengdri við 3M™ Peltor™ FR08 (aflgjafa).
ATHUGASEMD:
Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem
rafhlöðuhleðsla minnkar.
Að hlaða rafhlöður á ný
Slökktu á heyrnartólunum. Settu bitlaust verkfæri undir
klemmubrúnina og þrýstu út/upp á við. Fjarlægðu rafhlöðuna
og leggðu hana til hliðar eða láttu hana liggja á sínum stað
og hleddu hana í heyrnarhlífunum.
1:2 Endingartími
Áætlaður endingartími með fullhlaðinni ACK081 rafhlöðu
(1800 mAh):
WS™ LiteCom Plus: Um það bil 18 klst.
LiteCom Plus: Um það bil 20 klst.
ATHUGASEMD:
Endingartími getur verið breytilegur en hann ræðst af
umhverfi, hitastigi og rafhlöðu.
1:3 Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
(2. mynd)
Kveiktu og slökktu á tækinu með því að þrýsta á on/off/mode
rýsta á on/off/mode
hnappinn (F:10) og halda honum niðri í
hnappinn (F:10) og halda honum niðri í
tvær sekúndur
tvær sekúndur
. .
Radd
Radd
skilaboðin „power on“ (straumur á) eða „power off“
(straumur af) staðfesta að kveikt hafi verið á tækinu eða
slökkt.
ATHUGASEMD:
Það slokknar sjálfkrafa á heyrnartækjunum eftir
fjóra tíma án virkni. Raddskilaboðin „automatic power off“
(sjálfvirkt slökkt á tækinu) gefa það til kynna.
ATHUGASEMD:
Síðasta stilling vistast alltaf þegar slökkt er á
heyrnartólunum.
1:4 Að stilla hljóðstyrk
(3. mynd)
Notaðu [+] og [–] hnappana til að stilla hljóðstyrk. Það er sjálfgild
stilling að [+] og [–] hnapparnir stýra hljóðstyrk virkra hljóðgjafa og
þeir gætu verið eftirfarandi: talstöð, Bluetooth
®
samskipti eða
umhverfishlustun. Þegar sent er eða tekið á móti í talstöð, stýra
[+] og [–] hnapparnir hljóðstyrk hennar.
*Sé Bluetooth
®
tæki virkt, stýra [+] og [–] hnapparnir afspilun
hljóðs með Bluetooth
®
. Að öðru leyti stýra [+] og [–] hnapparnir
hljóðstyrk umhverfishljóða. Einnig er hægt að stilla viðeigandi
hljóðstyrk í valmyndinni.
1:5 Styrkur viðtækis VOX (Raddstýrð sending)
Leyfir sjálfvirka sendingu þegar hljóðstyrkur við hljóðnema er
fyrir ofan VOX-stigið.
1:6 PTT (PUSH-TO-TALK / ýta-og-tala sending)
(5. mynd)
Þrýstu á PTT-hnappinn (F:16) og haltu honum niðri til þess að
senda handvirkt út með viðtækinu. Þegar viðtækið sendir eða
tekur á móti blikkar hnappurinn (F:10) hratt. PTT-sending
virkar sífellt, burtséð frá BCLO og stillingum.
ATHUGASEMD:
Ekki má loka fyrir rásina með PTT eða VOX,
eigi að taka á móti útsendingu.
ATHUGASEMD:
Kveiktu eða slökktu á VOX með því að
þrýsta stutt í ~0,5 sekúndur á PTT-hnappinn (F:16) (
5. mynd
)
tvívegis. Raddskilaboð staðfesta „VOX on“ (VOX á) eða „VOX
off“ (VOX af).
1:7 Samskipti augliti til auglitis (PTL - Þrýsta-og-hlusta)
(6. mynd)
Stillingin þrýsta-og-hlusta gerir þér kleift að heyra strax
umhverfið með því að deyfa hljóðstyrk Bluetooth
®
en virkja
styrkstýrða hljóðnema. Þrýstu stutt
(~0,5 sekúndur)
tvívegis á
ræsihnappinn (F:10) til að virkja þrýsta-og-hlusta. Þrýstu stutt á
hvaða hnapp sem er til að slökkva á þrýsta-og-hlusta.
IS
* Bara WS™ (Bluetooth
®
) gerðir
Содержание PELTOR WS LiteCom Plus
Страница 1: ...TM WS LiteCom Plus Headset LiteCom Plus Headset...
Страница 2: ...3mm B 1 B 2 B 3 B 4 B 5 B 6 B 11 B 10 C 1 B 8 B 9 D 3 D 2 D 1 E 1 E 2 C 2 B 7...
Страница 26: ...18 3M 3M 3M 3M 3M 3M 3M BG...
Страница 95: ...87 GR 3M 3M 3M 3M 3M 3M 3M...
Страница 212: ...204 3 SNR b d f g h EN 352 18 EN 352 3 11 RU...
Страница 222: ...214 RU 3 3M Company...
Страница 265: ...257 3 3 3 3 3 3 3 UA...