55
5. Frábendingar:
• Ef notandinn er með húðofnæmi gegn efnunum sem
eru notuð í skónum skal hafa samráð við lækni áður
en skórnir eru notaðir.
• Aðeins má nota skóna ef hluti fótar má verða fyrir
álagi.
• Ef um mikla aflögun á fæti er að ræða hentar sérútbú-
inn aðgerðarskór ekki.
6. Upplýsingar um efni:
• Ytra efni:
Nolen með bólstrunarlögum úr pólýúretani /
textílefni
• Efni í fóðri:
Velour
• Fótbeð:
Etýlenvínýlasetat (Multiform)
• Sóli:
Etýlenvínýlasetat
Efnin fyrir fóður og fótbeð eru þau sömu í öllum
gerðum.
7. Upplýsingar um þrif og umhirðu:
Fyrir fyrstu notkun
• Frönsku rennilásarnir á skónum eru mjög langir svo
hægt sé að stytta þá eftir þörfum fyrir hvern sjúkling
fyrir sig. Skal því láta fagaðila sjá um að stytta frönsku
rennilásana.
Þrif
• Ef aðgerðarskórnir óhreinkast má þvo þá í þvottavél
við 30 °C með kerfi fyrir viðkvæman þvott. Leggið
skóinn síðan til þerris.
Sótthreinsun
• Ef þörf krefur er hægt að þrífa fóðrið með rökum klúti.
• Við þrif á fóðrinu mælum við með því að notað sé
sótthreinsiefni sem nota má á opin sár. Leitið ráða um
þetta hjá lækni eða í apóteki.
Þurrkun
• Ekki má þurrka blauta eða raka skó beint hjá hitagjafa.
• Forðast skal að þurrka skóna á ofni eða í beinu
sólarljósi.
• Gefa skal skónum nægan tíma til að þorna. Allt eftir
því hversu blautir þeir eru getur það tekið allt að tvo
daga.
Geymsla
• Geyma skal skóna á þurrum stað við herbergishita.
8. Förgun
• Farga skal vörunni og umbúðum hennar samkvæmt
lögum og reglum.
9. Almennar upplýsingar / viðhald
• Aðgerðarskórnir eru lækningatæki. Læknirinn segir
til um hversu lengi skal nota skóna og verður að fara
eftir því.
• Við mælum með því að skórnir sem draga úr álagi séu
ekki notaðir í meira en 3 mánuði og að umbúðaskór-
nir séu ekki notaðir í meira en 6 mánuði.
• Athugið reglulega hvort rennilásinn, sólinn o.fl. á
skónum er í lagi, slitið eða skemmt.
• Ef eitthvað er í ólagi, slitið eða skemmt skal hætta
að nota skóna og leita til læknisins eða stoðtækjaf-
ræðingsins. Skipta verður skónum út fyrir nýjan.
• Við mælum einnig með því að látið sé skoða fótinn og
sárið reglulega með viðeigandi hætti.
10. Leiðbeiningar um samsetningu og frágang (fyrir
fagaðila):
• Fjarlægið fyllingarefni (t.d. pappír) úr skónum og
undirbúið þá.
• Styttið frönsku rennilásana í þá lengd sem hentar fyrir
viðskiptavininn.
• Setjið meðfylgjandi innlegg í skóinn á réttan hátt.
• Ef hjálpartækinu er breytt fyrir tiltekinn notanda skal
gæta þess að merkja verður það með varanlegum
hætti með textanum „Sérsmíði“.
11. Ábyrgð
• Við veitum lögbundna ábyrgð ef notkun er með
fyrirhuguðum hætti.
Vinsamlegast látið fyrirtækið schein orthopädie service
KG vita ef vart verður við eitthvað óeðlilegt, vandamál eða
ágalla á skónum.
Með ósk um góðan bata.
DE
BG
DA
EN
ET
SE
FR
EL
IT
HR
LV
LT
NL
PL
PT
RO
SK
SL
ES
CS
HU
RU
MK
AR
ALB
IS
NO
SR
MNG
TR
CH
JP
KOR
FIN
HEBR