
134
Forðast skal að taka mælingar hjá sjúklingum með sjúkdóma sem
valda óstjórnlegum hreyfingum (t.d. skjálfta) eða hjá sjúklingum
sem eru mjög viðkvæmir fyrir umhverfisáhrifum eða geta ekki tjáð
sig með skýrum hætti (t.d. börn og meðvitundarlausir sjúklingar).
Tækið notast við lögmál sveiflumælinga til að ákvarða
blóðþrýsting. Mikilvægt er að eðlilegt blóðflæði sé í þeim handlegg
sem mældur er. Ekki má nota tækið á handlegg þar sem blóðflæði
er skert eða takmarkað. Leitið ráða hjá lækni ef til staðar eru kvillar
sem hafa áhrif á blóðflæði eða gegnflæði.
Forðast skal að mæla blóðþrýsting þeim megin sem brjóstnám
hefur verið framkvæmt eða eitlar fjarlægðir.
Ekki má nota þetta tæki í farartæki á ferð (t.d. í bíl eða í flugvél).
m
Viðvörun
Gefur til kynna hugsanlegt hættuástand sem kann að valda dauða
eða alvarlegum meiðslum ef varúðar er ekki gætt.
Tækið má eingöngu nota eins og lýst er í þessum
notkunarleiðbeiningum. Framleiðandi ber ekki ábyrgð á skaða
sem verður vegna rangrar notkunar.
Ekki má breyta lyfjameðferð eða annarri meðferð sjúklinga
eingöngu með hliðsjón af einni eða fleiri mælingum. Breytingar á
lyfjameðferð eða annarri meðferð skulu eingöngu gerðar af lækni.
Skoðið tækið, mansettuna og aðra hluta þess fyrir notkun. EKKI
MÁ NOTA tækið ef skemmdir eru sýnilegar á mælinum, manset-
tunni eða öðrum hlutum þess, eða ef einhverjir hlutar þess virka
ekki sem skyldi.
Meðan blóðþrýstingsmæling stendur yfir er blóðflæði í handlegg
truflað tímabundið. Truflun á blóðflæði til lengri tíma dregur úr
blóðflæði og getur valdið skaða á vefjum. Ef mælingar eru gerðar
samfellt eða um lengri tíma skal fylgjast með merkjum um skert
blóðflæði (t.d. litabreytingum á handlegg).
Þrýstingur frá mansettu um lengri tíma dregur úr blóðflæði og
getur valdið skaða. Forðast skal aðstæður sem geta valdið þrýst-
ingi frá mansettu umfram þann tíma sem eðlilegur er við
mælingar. Ef þrýstingur stendur óeðlilega lengi yfir skal stöðva
mælinguna eða opna mansettuna.
Ekki má nota þetta tæki í súrefnisauðguðu umhverfi eða nálægt
eldfimum lofttegundum.
Tækið er hvorki vatnsþolið né vatnsþétt. Ekki má dýfa tækinu í
vatn eða aðra vökva.
Ekki má taka tækið í sundur eða reyna að framkvæma viðgerðir á
tækinu í heild eða að hluta til, hvorki meðan tækið er í notkun eða
í geymslu. Aðgangur að innri vélbúnaði og hugbúnaði tækisins er
óheimill. Ef óheimilar viðgerðir eru framkvæmdar á tækinu meðan
það er í notkun eða geymslu getur það haft áhrif á öryggi og virkni
tækisins.
Summary of Contents for BP W1 Basic
Page 140: ...138 ...