9
Íslenska
Rafmagnsöryggi
•
• Notið ekki skemmda rafmagnskló eða lausa
innstungu.
•
Færið ekki vöruna með því að toga í
rafmagnssnúruna.
•
Til að koma í veg fyrir að rafmagnssnúran
skemmist eða afmyndist skal ekki þvinga hana eða
setja hana undir þungan hlut.
•
Ef rafmagnsinnstungan er blaut skal taka vöruna
varlega úr sambandi og leyfa innstungunni að
þorna alveg áður en hún er notuð aftur.
•
Meðhöndlið ekki rafmagnsklóna með blautum
höndum.
•
Stingið ekki klónni ítrekað í og úr sambandi.
•
Takið vöruna úr sambandi áður en hún er skoðuð
eða íhlutum skipt út.
•
Fjarlægið ryk og vatn af rafmagnsklónni.
•
Takið vöruna úr sambandi ef hún verður ekki
notuð í langan tíma.
• Ef rafmagnssnúran er skemmd verður
framleiðandinn, þjónustufulltrúi á vegum hans
eða annar viðeigandi og hæfur einstaklingur að
skipta um hana til að forðast hættu.
• Reynið ekki að gera við eða breyta
rafmagnssnúrunni.
•
Þessa vöru skal aðeins nota með
rafmagnseiningunni sem fylgir með.
• Ef einhver hluti er skemmdur skal ekki nota
vöruna..
Uppsetningaröryggi
•
Varan er eingöngu ætluð til heimilisnota við
eðlileg notkunarskilyrði.
•
Staðsetjið lofthreinsitækið ekki nálægt hitatæki.
•
Notið ekki vöruna í blautu umhverfi eða í
rakamiklu umhverfi, svo sem baðherbergi eða í
herbergi með miklum frávikum í hitastigi.
•
Hafið að minnsta kosti 30 cm af lausu rými í
kringum vöruna.
•
Ekki skal nota vöruna á svæðum þar sem eldfimar
gastegundir eða eldfim efni eru notuð eða geymd.
•
Beitið ekki óhóflegu afli eða útsetið vöruna fyrir
höggum eða skellum.
•
Setjið vöruna upp þannig að engar hindranir í
kringum vöruna loki fyrir hringrás lofts.
Öryggi við notkun
•
•
Setjið vöruna aldrei í vatn.
•
Ekki má taka vöruna í sundur, gera við hana eða
breyta henni.
•
Takið vöruna úr sambandi áður en hún er þrifin.
•
Ef lofthreinsitækið gefur frá sér undarleg hljóð,
brunalykt eða reyk skal taka tækið strax úr
sambandi og hringja í þjónustuverið okkar.
•
Úðið ekki eldfimum efnum inn í loftinntakið.
•
Stingið ekki fingrum eða aðskotahlutum inn í
loftinntak eða loftúttak.
•
Skiptið síunni út í samræmi við tímabil síuskipta.
Annars getur dregið úr afköstum vörunnar.
•
Ýtið ekki vörunni eða hallið ykkur upp við hana þar
sem hún getur dottið og valdið líkamsmeiðslum
eða bilun í vörunni.
Leiðbeiningar um umhirðu
Takið vöruna úr sambandi áður en hún er þrifin.
Strjúkið af vörunni með mjúkum og rökum klút.
Notið annan mjúkan og þurran klút til að þurrka.
Ryksugið forsíuna reglulega.
Athugið!
Notið aldrei slípiefni eða leysiefni þar sem slíkt getur
skemmt vöruna.
Hraðastillingar
Hægt er að stilla tækið á þrjá mismunandi hraða
með því að ýta nokkrum sinnum á takkann.
Ef þrýst er lengi á takkann slekkur þú á tækinu óháð
því á hvaða hraða það er.
Birtustig LED ljóssins gefur til kynna hvaða stilling
var valinn.
1x
2x
3x
Skipt um síu
Þegar skipt er um síu er nauðsynlegt að notandinn
geri það á eftirfarandi hátt:
LED-ljós á stjórnborðinu
gefur til kynna hvenær
þarf að athuga síurnar.
Viðvörun!
Aftengja verður rafmagnssnúruna áður en skipt er
um síu!
1.
Aftengið rafmagnið og bíðið þar til viftan hefur
stöðvast.
2.
Fjarlægið forsíuna með því að setja fingur í
dældina. Hreinsið forsíuna með ryksugu eða
vatni eftir því hversu óhrein hún er.
3.
Fjarlægið agnasíuna og meðhöndlið notaða síu
varlega. Fargið síunni í samræmi við gildandi
umhverfisreglur í viðkomandi landi.
4.
Hreinsið innvolsið og gætið þess að fjarlægja allt
ryk og óhreinindi.
5. Tengið rafmagnssnúruna aftur.
6.
Haldið endurstillingarhnappinum inni í
þrjár sekúndur. Endurstillingin frumstillir
tímabilsteljarann fyrir síuskipti.
7.
Setjið nýja agnasíu inn.
8.
Setjið forsíuna á sinn stað.
• Þvoið hendurnar vandlega eftir síuskipti.
Hreinsun síu og skiptingartímabil
Sía
tímabil
aðferð
Forsía
Á 2~4 vikna
fresti
Hreinsun
Agnasía
Á 6 mánaða
fresti
Skipti
* Ráðlagt skiptingartímabil síu gæti verið
mismunandi eftir notkunaraðstæðum.
Keyrið stillingar fyrir síu með agnalosun.
Stig
Hávaði
(Spl)
Tíðni flutnings
á hreinu lofti
Afl
I
31 dB(A)
31 m³/klst.
2.4 W
II
47 dB(A)
60 m³/klst.
4.5 W
III
55 dB(A)
95 m³/klst.
8.0 W
Geymið þessar leiðbeiningar til síðari nota.
Tæknilýsingar
Gerð:
UPPÅTVIND-lofthreinsitæki
Tegund:
E2111
Inntak:
24.0 V DC, 0,8 A, 19.0 W
Mál:
280 x 225 x 125 mm (HxBxD)
Þyngd:
1,6 kg
Sía:
Sía til að fjarlægja agnir.
•
Hitastig við notkun: 10°C til 40°C.
• Raki við notkun: 10-60% rakastig
(Ráðlagður raki við notkun: 40-60% rakastig)
Tæknilegar upplýsingar PSU
Tegund
: ICPSW24-19-1
ICPSW24-19-1A
Inntak:
100-240 VAC, 50/60 Hz, 0,4A
Úttak:
24,0V DC, 0,8 A, Max 19,0W
Meðaltals virk afkastageta:
88,6 %
Afkastageta undir litlu álagi (10 %):
82,3 %
Orkunotkun undir engu álagi:
0,073 W
Aðeins til notkunar innandyra
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
(skráningarnúmer verslunar: 556074-7551)
Heimilisfang:
Box 702, SE-343 81 Älmhult, SWEDEN
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir
þýðir að ekki má farga vörunni með venjulegu
heimilissorpi. Vörunni þarf að skila í endurvinnslu
eins og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir sig.
Með því að henda slíkum vörum ekki með venjulegu
heimilissorpi hjálpar þú til við að draga úr því
magni af úrgangi sem þarf að brenna eða nota
sem landfyllingu og lágmarkar möguleg neikvæð
áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú færð nánari
upplýsingar í IKEA versluninni.
Börn frá 8 ára aldri og fólk með skert skynbragð, líkamlega eða
andlega getu, geta notað þetta tæki ef þau eru undir eftirliti
eða hafa fengið leiðbeiningar frá einstaklingi, sem er ábyrgur
fyrir öryggi þeirra, um hvernig á að nota tækið á öruggan hátt
og að það skilji hætturnar sem því fylgir. Börn eiga ekki að leika
sér með tækið.
Börn eiga ekki að sjá um þrif og viðhald nema undir eftirliti.
Summary of Contents for UPPATVIND E2111
Page 1: ...UPPÅTVIND ...
Page 2: ......