Varúð:
Fellið ekki stór tré ef að mikill vindur er, ef
að vindáttin er ekki stöðug né ef að hætta er á
skemmdum eigna. Hafið samband við fagaðila áður
en að stór tré eru felld. Fellið ekki tré sem gætu fallið á
rafmagnsleiðslur eða þessháttar. Ef hætta er á því
verður að hafa fyrst samband við aðila sem ábyrgur er
fyrir þeim leiðslum.
Almennar reglur um fellingar trjáa (mynd 12)
Vanalega er skurðurinn úr tveimur aðalskurðum:
Fleygskurður (C) og fallskurður (D).
Byrjið með efri fleygskurðinum (C) á þeirri hlið sem
tréð á að falla í (E). Athugið að neðri skurðurinn sé
ekki of neðarlega í trjábolnum.
Fleygurinn (C) ætti að vera það djúpur að veltiflöturinn
(F) sé nægilega breiður.
Veltiflöturinn ætti að vera svo breiður að hann haldi
stjórn á falli trésins eins lengi og hægt er.
Varúð:
Farið aldrei framfyrir tré sem búið er að
skera í. Skerið fallskurðinn (D) á móltyggjandi hlið
trésins, 3-5cm ofan við fleygkantinn (C).
Sagið trjábolinn aldrei einfaldlega í sundur. Skiljið
ávallt eftir velltiflöt. Felliflöturinn F heldur trénu. Ef að
trjábolurinn er einfaldlega sagaður í sundur með
einum skurð er ekki hægt að hafa áhrif á í hvaða átt
tréð fellur í. Stingið fleyg eða þessháttar í skurðinn
áður en að tréð verður valt og byrjar að hreyfast.
Sverð sagarinnar getur annars fests í skurðinum ef að
falláttin var vanreiknuð. Bannið aðgang að því svæði
sem tréð stendur á í á því svæði þar sem tréð getur
fallið á.
Varúð:
Athugið hvort að fólk, dýr eða hlutir séu á
því svæði sem tréð fellur áður en að fallskurður er
framkvæmdur.
Fallskurður
1.
Komið í veg fyrir að sverðið eða keðjan (B) festist í
skurðinum með því að nota viðar- eða plastfleyga
(A). Fleygar stjórna einnig fallinu (mynd 13).
2.
Þegar að þvermál trjábolsins er lengri en lengd
sverðsins verður að skera tvo skurði eins og sýnt
er á mynd 14.
Varúð:
Þegar að fallskurðurinn nálgast felliflötin,
byrjar tréð að falla. Dragið sögina út úr trjábolnum og
drepið á henni um leið og að tréð byrjar að falla.
Leggið sögina frá ykkur og farið inn á flóttaflötinn
(mynd 11).
Greinar fjarlægðar
Greinar á að fjarlægja af trénu eftir að búið er að fella
það. Fjarlægið greinar (A) fyrst eftir að búið er að búta
tjábolinn niður (mynd 15). Greinar sem eru spenntar
verða að vera sagaðar af neðan frá þannig að sögin
festist ekki í skurðinum.
Varúð:
Sagið aldrei greinar af boli á meðan að þið
standið á honum.
Sagað í lengdir
Sagið trjábolinn í skipulagðar lengdir. Athugið að
staða notanda sagarinnar sé traust og stangið fyrir
ofan bolinn ef unnið er í halla. Bolinn ætti að styðja ef
hægt er með við þannig að hann liggi ekki á jörðinni.
Ef að báðir endar bolsins liggja á upphækkun og þið
verðið að saga í miðju bolsins, sagið þá í gegnum
hálfann bolinn að ofanverðu og að lokum neðan frá og
uppávið. Það kemur í veg fyrir að sverðið eða keðjan
festist í trjábolnum. Athugið að keðjan sagi ekki ofan í
jörðina á meðan að sagað er, það gerir sögina mjög
fljótt bitlausa.
Standið ávallt ofan við trjábolinn ef að sagað er í halla.
1.
Trjábolur sem er á undirstöðu alla lengdina:
Sagið ofanfrá og gangið úr skugga um að ekki sé
sagað ofan í jörðina (mynd 16A).
2.
Trjábolur á undirstöðu á einum enda:
Sagið
fyrst 1/3 af þvermáli trjábolsins neðanfrá til þess
að tryggja heilann skurð. Sagið þvínæst að
ofanverður í átt að mótliggjandi skurðinum til þess
að koma í veg fyrir að sögin festist (mynd 16B).
3.
Trjáborur á undirstöðum á báðum endum:
Sagið fyrst 1/3 af þvermáli trjábolsins að
ofanverður til að tryggja heilann skurð. Sagið
þvínæst að neðanverðu í átt að mótliggjandi
skurði til að koma í veg fyrir að sögin festist (mynd
16C).
Tilmæli:
Besta leiðin til þess að saga trjábol í búta er
að setja bolinn á búkka. Ef það er ekki hægt er hægt
að lyfta bolnum upp með greinum eða við og styðja
hann þannig. Gangið úr skugga um að trjábolurinn sé
vel festur.
Sagað í lengdir á sagarbúkka (mynd 17)
Til að auka öryggi notanda og til þess að auðvelda
sögunarvinnu er best að hafa skurðarstöðuna í réttri
hæð.
A.
Haldið söginni með báðum höndum fastri og látið
sögina saga hægramegin við líkamann.
B.
Haldið vinstri handleggi eins beinum og hægt er.
C.
Dreifið þyngdinni á báða fætur.
178
IS
Anleitung_MS_2245_SPK7__ 20.08.12 09:01 Seite 178