NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Hällde RG-7
(IS)
Aðvörun!
Varist að skera ykkur á beittum
hnífum og lausum vélarhlutum.
Stingið aldrei fingrunum inn í
vogaraflsmatarann (8:F) eða
sjálfmatarann (1:D).
Stingið aldrei fingrunum inn í
útmötunarop vélarinnar.
Aðeins löggiltum fagmönnum er
heimilt að annast viðgerðir á
vélinni og opna vélarhúsið.
Láshulstrið er losað réttsælis með
hjálp ristalosara (6:B).
Ýtið alltaf á rauða
stöðvunarhnapp vélarinnar áður
en skurðarskífur, matari o.s.frv.
eru fest á eða losuð, jafnvel Þótt
vélin sé ekki í gangi.
ÚTPÖKKUN
Gangið úr skugga um að jafnvel smæstu
hlutar fylgi vélinni, að hún sé í lagi og ekkert
hafi skemmst í flutningi. Kvartanir verða að
berast umboðsmanni vélarinnar innan átta
daga.
TENGING
Tengið vélina við rafstraum með réttri
uppgefinni spennu.
Vélinni skal búinn staður á bekk eða borði
sem er u.Þ.b. 650 mm hátt.
Festið verkfærahengi (7:A) fyrir
skurðarskífurnar (3) á vegg nálægt vélinni til
öryggis og hagræðis.
Gangið úr skugga um eftirtalin Þrjú atriði án
Þess að láshulstur (2:A), skurðarskífur (3) og
útmatari (2:B) séu í vélinni.
Að öxullinn snúist réttsælis.
Að ekki sé unnt að gangsetja vélina án Þess
að vogaraflsmatari (8:F) eða sjálfmatari
(1:D) ásamt öryggistappa (1:A) sé áfestur.
Að vélin stöðvist Þegar Þrýstiplötu
vogaraflsmatarans (8:A) er snúið á ásnum
Þannig að mötunaropið (8:B) verði stærra
en 45 mm.
Ef misbrestur er á Þessu, kallið Þá til
viðgerðarmann áður en vélin er tekin í
notkun.
RÉTT VAL Á SKURÐARSKÍFUM
Við teningsskurð verður teningsrist (3:G) að
vera jafnstór eða stærri en skurðarskífan
(3:A eða D).
VENJULEG SKURÐARSKÍFA (3:A): Sker fast
hráefni. Sker í teninga ef hún er notuð með
teningsrist af gerð 1 (3:G1).
TENINGSSKURÐARSKÍFA (3:B). Sker í
teninga, notuð með teningsrist af gerð 1
(3:G1) frá 12.5x12.5 mm og upp úr.
GÁRUSKURÐARSKÍFA (3:C): Fyrir rifflaðar
sneiðar.
FÍNSKURÐARSKÍFA MEÐ 2 HNÍFUM
(3:D2): Sker fast og mjúkt hráefni. Strimlar
kál.
FÍNSKURÐARSKÍFA MEÐ 1 HNÍF (3:D1):
Sker fast, mjúkt, safaríkt og viðkvæmt hráefni.
Strimlar salatsblöð. 4 mm hakkar lauk, notuð
með teningsrist af gerð 1 (3:G1) 10x10 mm
og stærri. 4, 6 og 10 mm sker í teninga,
notuð með teningsrist af gerð 1. 14 mm sker
í teninga, notuð með teningsrist af gerð 2
(3:G2).
LANGSKURÐARSKÍFA (3:F): Strimlar, sker
bognar franskar kartöflur.
TENINGSRIST AF GERÐ 1 (3:G1): Sker í
teninga, notuð með viðeigandi skurðarskífu.
Ónothæf með 14 mm fínskurðarskífu! Sjá um
teningsrist af gerð 2 hér á eftir.
TENINGSRIST AF GERÐ 2 (3:G2): Sker í
teninga, notuð með 14 mm fínskurðarskífu.
RIST FYRIR FRANSKAR KARTÖFLUR (3:H).
Sker beinar kartöflulengjur, notuð með 10
mm fínskurðarskífu.
RIFSKURÐARSKÍFA (3:K). Rífur gulrætur,
hvítkál, hnetur, ost, Þurrt brauð.
FÍNRIFSKÍFA (3:L). Fínrífur hráar kartöflur,
harðan/Þurran ost.
ÍSETNING OG LOSUN Á
SKURÐARSKÍFUM
Við ísetningu, rennið útmatara (2:B) fyrst upp
á öxulinn og snúið/Þrýstið honum niður í
festingu sína.
Ef skera á í teninga eða hakka lauk, leggið
Þá fyrst viðeigandi teningarist í vélina Þannig
að tittur á brún teningsristarinnar falli inn í
gróp (2:C) í vélinni.
Veljið síðan viðeigandi skífu: skurðarskífu eða
fínskurðarskífu fyrir teningaskurð og
fínskurðarskífu fyrir laukhökkun. Rennið
skurðarskífunni upp á öxulinn og snúið henni
Þannig að hún falli í festingu sína.
þegar skera skal, strimla eða rífa hráefnið,
rennið Þá aðeins viðeigandi skurðarskífu upp
á öxulinn og snúið henni Þannig að hún falli í
festingu sína.
þegar vogaraflsmatari (8:F) er notaður,
skrúfið láshulstrið (2:A) fast rangsælis á
miðhólk skurðarskífunnar.
Við losun, beitið ristalosara (6:B) á
láshulstrið (2:A) og skrúfið Það af réttsælis
og fjarlægið skurðarskífur (3) og útmatara
(2:B). Auðveldast er að fjarlægja
teningsristar (3:G) með Því að renna mjórri
enda ristalosara niður í ristarmiðju (6:A) og
losa hana Þannig.
VAL Á MATARA
Vogaraflsmatari (8:F) er notaður við skurð
hvers konar hráefnis. Tvo af innri veggjum
má flytja eða fjarlægja.
Sjálfmatarinn (1:D) er notaður við
samfelldan skurð á stærra magni af
kartöflum, lauk o.s.frv.
UPPSETNING OG LOSUN
VOGARAFLSMATARA
Við uppsetningu, leggið vogaraflsmatarann
(8:F) á vélina með smellilásinn í stöðu
”klukkan 5” (4:A), séð frá útmötunaropi
vélar.
Snúið síðan vogaraflsmataranum réttsælis í
læsta stöðu ”klukkan 6” (4:B).
Við losun, beygið smellilásinn (4:B) örlítið
upp og snúið um leið vogaraflsmataranum
rangsælis.
UPPSETNING OG LOSUN
SJÁLFMATARA
Við uppsetningu, leggið sjálfmatarann (1:D)
á vélina með smellilásinn í stöðu ”klukkan 5”,
séð frá útmötunaropi vélarinnar.
Snúið síðan sjálfmataranum réttsælis í stöðu
”klukkan 6” (5:B).
Leggið öryggistappann (1:A) á miðhólk
skurðarskífunnar Þannig að armurinn falli
niður í rauf á innra borði sjálfmatarans (1:C)
og skrúfið öryggistappann fastan rangsælis.
Við losun, skrúfið öryggistappann (1:A)
lausan réttsælis og fjarlægið hann, beygið
síðan smellilásinn örlítið upp og snúið
sjálfmataranum um leið rangsælis.
HREINGERNING
Slökkvið fyrst á vélinni og takið hana úr
sambandi.