43
CSC7633X
FI
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Alltaf skal gæta fyllsta öryggis við notkun rafmagnstækja. Vertu viss um að:
1. Lesa allar leiðbeiningar áður en þú tekur vöruna í notkun.
2. Forðastu að snerta heita fleti. Notaðu ætíð handföng eða hnúð til að lyfta.
3. Alltaf skal hafa nákvæma umsjón með börnum ef þau nota tækið eða eru nærri.
4. Taktu klóna úr sambandi þegar tækið er ekki í notkun, eða fyrir hreinsun. Leyfðu því
að kólna niður áður en þú tekur það í sundur eða setur það saman.
5. Ekki nota vöruna ef rafmagnssnúran eða klóin eru skemmd, ef hún virkar ekki rétt,
eða er gölluð á einhvern annan hátt. Hafðu samband við smásalann þinn eða næstu
viðurkenndu þjónustustöð til að kanna, gera við eða stilla vöruna.
6. Notkun aukabúnaðar sem ekki er samþykktur af framleiðandanum getur skemmt
vöruna.
7. Vertu viss um að rafspennugjafi hæfir spennunni á vörumerkingunni og að
vegginnstungan sé jarðtengd.
8. Ekki leyfa rafmagnssnúrunni, rafklónni né grunnstöð vörunnar að komast í snertingu
við vatn né aðra vökva. Vatn og rafmagn er hættuleg samsetning.
9. Ekki reyna að gera sjálfur við vöruna. Ef rafmagnssnúran er skemmd þá verður
viðurkenndur fagmaður að skipta um hana.
10. Varan er ekki ætluð til notkunar utanhúss.
11. Ekki leyfa rafmagnssnúrunni að hanga út fyrir brún borðs eða eldhúsborðs, né snerta
heita fleti.
12. Ekki setja tækið nærri gas- eða rafmagnshellu né inn í forhitaðan ofn.
13. Gæta skal ítrustu varúðar ef varan er færð meðan hún inniheldur heita olíu eða aðra
heita vökva.
14. Tengdu rafmagnssnúruna við vöruna áður en þú tengir hana við vegginnstunguna.
Áður en þú aftengir, slökktu fyrst á vörunni og aftengdu síðan rafmagnssnúruna frá
vegginnstungunni.
15. Til að slökkva á vörunni, ýttu á OFF og aftengdu rafmagnssnúruna frá
vegginnstungunni.
16. VARÚÐ: Ekki elda mat í grunnstöðinni einni sér, þar sem slíkt getur skemmt vöruna.
Notaðu alltaf hægeldunarpottinn.
17. Forðastu skyndilegar hitabreytingar, eins og að setja fryst matvæli í heitan
eldunarpott.
18. Ekki nota tækið í neinum öðrum tilgangi en tilætluð notkun þess segir til um.
19. Varan er ekki hönnuð til að vera stýrð af ytri tímastýringu né aðgreindri fjarstýringu.
20. Tækið er ætlað til heimilisnotkunar.
21. Lengri rafmagnssnúru eða framlengingu má nota ef ítrustu varúðar er gætt þegar hún
er notuð.
22. Ef lengri rafmagnssnúra eða framlenging er notuð:
– Rafmagnssnúran skal hafa sömu málgildi eins og varan.
– Rafmagnssnúruna verður að staðsetja þannig að hún hangi ekki fram yfir
vinnuborð eða borð, þar sem börn gætu togað í eða hrasað um hana.
– Ef varan krefst jarðtengdrar rafmagnssnúru þá verður framlengingin einnig að
vera jarðtengd.