83
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
• Til að tryggja góða loftræstingu skaltu skilja eftir nægilegt rými meðfram öllum hliðum
frystisins.
• Bilið á milli húss frystisins og frystihurðar (loks) er þröngt. Farðu gætilega til að klemma þig
ekki. Farðu gætilega þegar þú lokar frystihurðinni þannig að ekkert velti um koll.
•
Sýndu fyllstu aðgát þegar matvæli eða ílát eru tekin upp úr frystikistu í gangi. Sérstaklega
geta málmílát valdið kali.
• Ekki leyfa börnum að klifra inn í frystinn né ofan á hann.
• Ekki úða né leyfa vatni að renna inn í frystinn. Forðastu að setja frystinn á raka staði þar sem
hann getur fengið vatnsskvettur á sig. Slíkt getur veikt rafmagnseinangrun frystisins.
• Ekki setja þunga hluti ofan á frystinn. Þeir geta dottið og valdið skemmdum þegar
frystihurðin er opnuð.
• Ef það er rafmagnslaust eða ef þú ert að hreinsa frystinn, skaltu ávallt aftengja klóna frá
innstungunni. Áður en þú tengir frystinn aftur við rafmagn, skaltu bíða í fimm mínútur. Annars
getur þjappan orðið fyrir skemmdum vegna tíðra gangsetninga.
VIÐVARANIR VEGNA STAÐSETNINGAR Á HLUTUM
• Ekki setja eldfim efni, sprengiefni, rokgjörn efni né tærandi hluti inn í frystinn. Slíkt getur
valdið skemmdum á tækinu og/eða leitt til eldsupptaka.
• Ekki setja eldfim efni ofan á frystinn. Slíkt getur leitt til eldsupptaka.
• Þessi frystir er hannaður til heimilisnota og hæfir aðeins til geymslu matvæla. Samkvæmt
landsreglum skulu heimilisfrystar ekki vera notaðir í öðrum tilgangi, svo sem að geyma blóð, lyf
né lífræn efni.
• Ekki setja lokaðar flöskur né önnur vökvaílát (t.d. bjórflöskur) inn í frystinn. Þau geta sprungið
og valdið skemmdum.
VIÐVARANIR VEGNA FÖRGUNAR
Frystikæliefnið R600a og froðuefnið sýklópentan eru eldfim. Förguðum frystum skal halda fjarri
eldgjöfum og skal ekki brenna. Til að koma í veg fyrir alla hættu á umhverfismengun skaltu
afhenda aflagða frysti til viðurkenndrar fagmannlegrar endurvinnslustöðvar.
Til að koma í veg fyrir þá hættu að börn leiki sér að og festist í aflögðum frystum, skaltu
fjarlægja hurð sem og hillur/körfur.