84
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
RÉTT NOTKUN Á FRYSTIHÓLFUM
HLUTIR
Það má vera að eiginleikar frystisins og meðfylgjandi aukabúnaður séu ekki nákvæmlega eins
og hér er tilgreint. Skoðaðu pökkunarlistann.
Hurðarhandfang
Karfa
Hjól
Hitastigsstjórnborð
Rafmagnssnúra
Frárennslisgat
•
Frystirinn er það kaldur að hann getur haldið matvöru ferskri um langa hríð og er einkum
notaður til þess að geyma fryst matvæli og búa til ís.
• Frystirinn hentar til þess að geyma kjöt, fisk, rækjur, bakstursvörur og önnur matvæli sem
ekki á að neyta á næstunni. Ekki geyma vökva á flöskum eða í lokuðum ílátum, til dæmis bjór á
flöskum, drykki o.s.frv.
• Athugið vinsamlegast að matvæla skal neyta áður en geymslutími þeirra í frysti rennur út.
• Mjög fljótlegt er að frysta matvæli á köldustu stillingu. Sé verið að frysta mikið magn
matvæla samtímis er mælt með því að notandinn stilli á köldustu stillingu með 12 klukkustunda
fyrirvara. Þannig er frystihraði frystihólfsins aukinn, maturinn frýs hratt og næringarefni hans
haldast innilokuð í honum.
Til minnis: Þegar frystirinn er stilltur á mesta frost gæti orkunotkun aukist.
Þegar hraðfrystingu matvælanna lýkur er best að stilla aftur á venjulega stillingu.
Til athugunar:
Þegar tækið hefur verið í notkun lengi gæti komið slit í hjarirnar en þá heyrist hljóð þegar
hann er opnaður eða honum lokað og endingartími þeirra styttist. Mælt er með því að smyrja
hjarirnar reglubundið í viðhaldsskyni en þannig er dregið úr hljóði frá þeim og endingartími
þeirra eykst.