Öryggi - ÍSLENSKA
67
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
ÖRYGGI
Lesið þessar leiðbeiningar vandlega áður tækið er sett upp og notað. Geymið leiðbeiningarnar nálægt tækinu til síðari
nota. Margskonar ábyrgðir munu falla úr gildi ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt.
Viðvaranir
VIÐVÖRUN!
Notaðar þegar hætta er á líkamstjóni.
VARÚÐ!
Notaðar þegar hætta er á því að varan verði fyrir tjóni.
ATHUGIÐ!
Almennar upplýsingar sem þú ættir að vita um.
Hjálpleg ráð sem þér kunna að þykja gagnleg.
Ætluð notkun
Þetta tæki er ætlað
• til notkunar í heimilisumhverfi.
• til að hita og elda ýmis konar matvæli.
• til að setja beint á gólfið, án neinna stoða eða sökkuls.
Þetta tæki er ekki ætlað
• fyrir neinn annan tilgang en eldun, til dæmis herbergishitun eða svipaðan tilgang.
• til að vera sett upp sem innbyggð eining.
• til notkunar utandyra.
• til að vera stýrt af ytri tímastillum eða aðskildum stjórnbúnaði.
Öryggi fyrir börn og fólk með fötlun
VIÐVÖRUN!
•
Haldið börnum yngri en 8 ára gömlum fjarri tækinu nema þau séu undir stöðugu eftirliti.
•
Látið eftirfarandi hópa aðeins nota tækið undir eftirliti eða ef þeim hafa verið veittar leiðbeiningar um
örugga notkun þess. Þau verða að skilja hætturnar sem eru til staðar.
–
Börn. (Börn yngri en 8 átta ára verða að vera undir stöðugu eftirliti.)
–
Fólk með minnkaða líkamlega, skynjunarlega eða andlega getu.
–
Fólk sem skortir reynslu og þekkingu.
VIÐVÖRUN!
•
Leyfið börnum ekki að leika sér með tækið.
•
Leyfið börnum ekki að þrífa tækið án eftirlits.
VIÐVÖRUN!
Notið aðeins helluborðshlífar hannaðar eða meðmæltar af framleiðandanum. Notkun óviðeigandi
helluborðshlífa getur leitt til slysa.