Öryggi - ÍSLENSKA
71
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
VARÚÐ!
Hreinsið ekki sundurdraganlegu brautirnar í uppþvottavél.
VARÚÐ!
Skemmið ekki glerungsyfirborðið meðan skipt er um ljósaperu.
Öryggismerkingar
Þessar öryggismerkingar má finna á tækinu.
Varúð! Hætta á að tækið geti oltið.
Viðvörun! Gera þarf ráðstafanir fyrir stöðugleika til að hindra að tækið geti oltið.
Förgun
Fargið umbúðum á umhverfisvænan hátt. Með því setja umbúðir í endurvinnslu, samkvæmt reglum lands
og staðar er hægt að draga úr notkun hráefna og magni úrgangs í landfyllingum.
Þetta tæki er merkt í samræmi við Evróputilskipun 2012/19/ESB, rafmagns- og rafeindatækjaúrgangur
(WEEE). Táknið á tækinu eða á umbúðum þess gefur til kynna að ekki skuli meðhöndla það sem
heimilisúrgang. Í staðinn skal afhenda það til viðeigandi söfnunarstöðvar fyrir endurvinnslu rafmagns- og
rafeindatækjaúrgangs.
Með því að tryggja rétta förgun tækisins hjálpar þú við að koma í veg fyrir mögulega neikvæðar afleiðingar
fyrir umhverfið og heilsu manna, sem að öðrum kosti gætu orðið vegna óviðeigandi meðhöndlunar úrgangs
vegna þessa tækis. Til að fá nánari upplýsingar um endurvinnslu þessa tækis skaltu hafa samband við
viðkomandi bæjaryfirvöld sem sjá um sorphirðu, heimilissorpþjónustu eða verslunina þar sem þú keyptir
tækið.