76
Hefjast handa - ÍSLENSKA
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
Heitt loft og botnhitari
Notið þessa ofnstillingu til að baka:
•
pítsur
•
epplakökur
•
ávaxtakökur
•
rakt bakkelsi
•
hefað deig
•
bakkelsi með skorpu
Botnhitarinn, hringhitarinn og viftan tryggja að það er stöðug hringrás lofts í kringum matinn. Ráðlagt
hitastig: 200 °C.
Diskahitari
Notið þessa ofnstillingu til að hita borðbúnað (diska, bolla) áður en matur er borinn fram. Þetta heldur
matnum heitum lengur. Ráðlagt hitastig: 60 °C.
Afþíða
Notið þessa ofnstillingu til að afþíða mat eins og:
•
kökur með miklu kremi eða kremi sem gert er úr smjöri
•
kökur og bakkelsi
•
brauð og rúnnstykki
•
djúpfrysta ávexti
Í flestum tilfellum skal fjarlægja matinn úr umbúðunum.
ATHUGIÐ!
Fjarlægið öll höld og klemmur úr málmi.
Snúið við, hrærið í og aðskiljið stykki sem eru frosin saman þegar afþíðingartíminn er hálfnaður.
Í afþíðingarstillingu streymir viftan loftinu án þess að neinn hitari sé virkur. Þetta er notað til að þíða frosin
mat hægt.
Vatnshreinsun
Notið þessa ofnstillingu til að fjarlægja bletti og matarleifar úr ofninum. Aðeins botnhitarinn geislar hita.
Kerfið tekur 30 mínútur. Ráðlagt hitastig: 70 °C.