37
IS
3M™ PELTOR™ Heyrnartól
MT7H79* Vörulínan
HT*79 Vörulínan
TwinCup™ MT7*H540*
INNGANGUR
Til hamingju og þakka þér fyrir að velja 3M™ PELTOR™
heyrnartólin til verndar heyrninni og samskipta. Velkomin að
næstu kynslóð hlífðarbúnaðar!
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Lestu vinsamlegast, gerðu þér grein fyrir öllum öryggisupp
-
lýsingum í leiðbeiningum þessum og farðu eftir þeim áður
en þú tekur þessi fjarskiptaheyrnartól í notkun. Geymdu
leiðbeiningarnar til þess að geta leitað í þær síðar.
VIÐVÖRUN:
•
Sé ekki farið eftir öllum ofangreindum upplýsingum og
tilmælum, skerðir það verndareiginleika eyrnapúðanna
umtalsvert.
•
Heyrnarhlífarnar draga úr hættu á heilsutjóni vegna hávaða
og annarra háværra hljóða.
Séu heyrnarhlífarnar notaðar
rangt eða notkun þeirra sleppt þann tíma sem dvalist
er í hættulegum hávaða, getur það leitt til heyrnars-
kerðingar eða -taps.
Ræddu við verkstjóra, kynntu þér
leiðbeiningar notanda eða hafðu samband við tæknideild
3M til þess að kynna þér rétta notkun.
•
Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum getur farið
fram yfir dagleg hávaðamörk.
•
Ákveðnar gerðir eru skilgreindar sem öruggar í eðli sínu.
Nánari upplýsingar er að finna í sjálfstæðu tilvísunarskjali.
VIÐVÖRUN:
•
Tryggðu að heyrnartólin séu sett upp, stillt og þeim haldið
við í samræmi við notendaleiðbeiningar þessar.
Sé
búnaðinum komið fyrir á ófullnægjandi hátt, dregur
það úr getu hans til þess að deyfa hávaða. Kynntu þér
meðfylgjandi upplýsingar um rétta notkun.
•
Ætíð skal bera heyrnarhlífar í hávaðasömu umhverfi til þess
að vernda heyrnina sem best.
•
Jafnvel þótt hægt sé að mæla með því að heyrnarhlífar séu
notaðar til að verjast áhrifum af óvæntum hávaða, byggist
mat á hljóðdeyfingu (NRR) á deyfingu samfellds hávaða og
er því ekki endilega nákvæm vísbending um þá vörn sem
fæst gegn óvæntum og skyndilegum hávaða á borð við
byssuhvell (orðalag að beiðni EPA).
•
Lendi gleraugu, hlífðargleraugu eða bönd á öndunarg
-
rímum á milli andlits og brúna eyrnapúðanna getur það
dregið úr hljóðdeyfingu. Best hljóðdeyfing næst með því
að velja gleraugu eða hlífðargleraugu með þunnum og
mjóum spöngum eða böndum sem draga sem minnst úr
einangrunargildi eyrnapúðanna. Taktu sítt hár eins mikið
aftur á hnakka og mögulegt er og fjarlægðu aðra hluti á
borð við blýant, húfu, skartgripi eða eyrnatappa sem dregið
gætu úr einangrun eyrnapúðanna. Ekki beygja eða breyta
lögun höfuðspangarinnar, þá situr hún lausar á höfðinu og
það gæti valdið hljóðleka.
•
Þegar heyrnarhlífarnar eru notaðar í samræmi við leið
-
beiningar notenda, draga þær bæði úr stöðugum hávaða,
til dæmis í iðnaði eða frá ökutækjum og flugvélum, og
snöggum hávaða, til dæmis byssuskotum. Erfitt er að segja
fyrir um þá heyrnarvernd sem þörf er á eða í raun er veitt
hvað varðar váhrif af snöggum hávaða. Það hefur áhrif
á vernd gegn hávaða frá byssuskotum um hvaða tegund
vopns er að ræða, hve mörgum skotum er hleypt af, hvaða
heyrnarhlífar eru valdar, hvernig þær passa og eru notaðar,
hvernig um þær er annast og fleira. Ef þér finnst eins og
þú sért með bómull í eyrunum eða heyrir són, óm eða suð
eftir hávaða (byssuskot meðtalin), eða ef þú hefur einhverja
aðra ástæðu til að ætla að þú glímir við vandamál varðandi
heyrnina, gæti heyrn þín verið í hættu. Kynntu þér betur
heyrnarvernd gegn snöggum hávaða á vefsíðunni www.3M.
com/hearing.
ATHUGASEMD:
•
Á heyrnarhlífunum er innstunga fyrir hljóðtæki. Notandi ætti
að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst. Ef hljóð er
bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita lausna
í handbók framleiðanda.
•
Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vöru þessari.
Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
•
Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir
með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í
leit að t.d. sprungum og hljóðleka.
•
Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á hljóðfræði
-
lega eiginleika heyrnarhlífanna.
•
Þeir sem nota öryggishjálma með heyrnarhlífum í Kanada,
skulu kynna sér CSA Staðal Z94.1 um öryggishjálma
atvinnumanna.
•
Hitastig við notkun og geymslu: -20°C (-4°F) til 55°C
(131°F).
• Þyngd heyrnarhlífanna:
o MT7H79A*, MT7H79B* og MT7H79F*: 381g
o MT7H79P3E: 320g
o HT*79A*, HT*79B* og HT*79F*: 381g
o HT*79P3E: 320g
o MT7*H540F*: 428g
o MT7*H540P3E: 345g
•
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að þessi 3M™ PEL
-
TOR™ Headset uppfylla grundvallarkröfur og önnur ákvæði
í PPE tilskipuninni (89/686/EEC) og öðrum viðeigandi
tilskipunum. Varan hefur verið prófuð og samþykkt í sam
-
ræmi við staðlana EN 352-1:2002, EN 352-3:2002 og EN
352-6:2002 auk annarra viðeigandi samræmingarstaðla.
Þar af leiðandi uppfyllir tækið kröfur um CE-merkingu.
•
Ákveðnar gerðir uppfylla einnig kröfur í ATEX-reglugerðina,
sjá sérstaka möppu. Afrit af samræmingaryfirlýsingu og
viðbótarupplýsingum sem krafist er í tilskipununum má
nálgast með því að hafa samband við 3M í því landi sem
varan var keypt. Upplýsingar um tengiliði má sjá aftast í
þessum notendaleiðbeiningum.
Summary of Contents for PELTOR HT 79 Series
Page 114: ...109 3M 3M 3M GR...
Page 117: ......