44
gastegundir, gufu og/eða agnir úr andrúmsloftinu.
Einnig er hægt að nota þennan búnað sem kerfi með
3M loftflæðibúnaði.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
Athugið pakkningar með tilliti til skemmda vegna
flutninga og gangið úr skugga um að allir íhlutir séu til
staðar.
Gangið úr skugga um að búnaðurinn sé heill,
óskaddaður og rétt settur saman. Ef einhverjir hlutar
hans reynast skemmdir eða gallaðir verður að
endurnýja þá með upprunalegum 3M-varahlutum fyrir
notkun.
Skoðun
Mælt er með eftirfarandi verklagi fyrir notkun:
1. Gáið að sprungum, rifum og óhreinindum á
andlitshlíf. Gangið úr skugga um að andlitshlífin, einkum
sá hluti sem þéttist við andlitið, sé óspilltur. Efnið á að
vera þjált, ekki stíft.
2. Gáið að sprungum og rifum í innöndunarlokum. Lyftið
lokum upp og gáið að óhreinindum eða sprungum í
lokasæti.
3. Gangið úr skugga um að höfuðólar séu heilar og
teygist vel.
4. Gáið að sprungum eða sliti í öllum plasthlutum.
5. Gangið úr skugga um að allar þéttingar sitji rétt.
6. Fjarlægið hlífina yfir útöndunarloka og skoðið
útöndunarlokann og lokasætið með tilliti til óhreininda,
skemmda, sprungna eða rifna. Setjið hlífina yfir
útöndunarloka aftur á sinn stað.
7. Skoðið glerið til að athuga hvort á því séu skemmdir
sem gætu hamlað virkni eða skyggni.
LEIÐBEININGAR UM
SAMSETNINGU
Leiðbeiningar um samsetningu má finna í viðeigandi
notendaleiðbeiningum (t.d. 3M™ sía / 3M™
loftflæðibúnaður).
UPPLÝSINGAR UM ÁSETNINGU
Fylgja verður leiðbeiningum um uppsetningu í hvert
sinn sem varan er notuð.
BÚNAÐUR SETTUR Á NOTANDA
1 Losið allar höfuðólarnar 6 alveg, setjið spöngina aftan
á höfuðið og togið andlitshlífina yfir andlitið (mynd 2).
2. Dragið til endana á ólunum 6 til að stilla hversu
þröngar þær eru, fyrst hálsólarnar og því næst ólar við
gagnauga.
Herðið ekki of mikið.
3. Framkvæmið prófun á yfir- og/eða undirþrýstingi
þegar gríman hefur verið stillt rétt á andlitið.
Mælt er með þéttniprófun fyrir undirþrýsting þegar
notaðar eru 6035 og 6038 eða 2000 síur, en
þéttniprófun fyrir yfirþrýsting þegar aðrar 3M síur eru
notaðar.
BÚNAÐURINN TEKINN AF
Fjarlægið ekki andlitshlífina eða síurnar eða
slökkvið á loftflæðinu fyrr en komið er út fyrir
mengaða svæðið.
1. Losið um spennuna á höfuðólunum.
2. Lyftið andlitsgrímunni gætilega frá andlitinu og
fjarlægið öndunarbúnaðinn með því að lyfta upp og frá
andlitinu. Sjá mynd 6.
ÞÉTTNIPRÓFUN
• Athugun á yfirþrýstingi (fyrir allar samþykktar
stillingar)
(allar síur nema 3M™ 6035 /6038/ 2000 síur).
Leggið lófa annarrar handar yfir hlífina á
útöndunarlokanum og andið rólega út.
Ef andlitshlífin þenst svolítið út og ekkert loft lekur út á
milli andlitsins og andlitshlífarinnar hefur búnaðurinn
verið rétt stilltur.
Ef leki greinist skal endurstaðsetja öndunarhlífina á
andlitinu og/eða endurstilla spennuna á teygjuólinni til
að koma í veg fyrir leka.
Því næst er prófunin endurtekin.
• Athugun á undirþrýstingi með 6035/6038 síum
Einnig 2000 síum.
Ýtið þumalfingrunum inn í hökin á miðjum síunum
(2000-línan) eða þrýstið síuhlíf og síuhúsi saman
(6035/6038), andið rólega og haldið andanum niðri í tíu
sekúndur
Ef andlitshlífin leggst aðeins saman hefur búnaðurinn
verið rétt stilltur.
Mynd 3. Mynd 4.
Ef leki greinist skal endurstaðsetja öndunarhlífina á
andlitinu og/eða endurstilla spennuna á teygjuólinni til
að koma í veg fyrir leka.
Því næst er prófunin endurtekin.
Ef EKKI TEKST að láta hjálminn passa rétt SKAL
EKKI fara inn á hættusvæði.
Rétt ásetning samkvæmt mælingu
Hafið samband við 3M til að fá nánari upplýsingar um
verkferli við prófun fyrir hvern notanda.
VIÐHALD
Viðhald, þjónusta og viðgerðir ættu að vera í höndum
sérþjálfaðs starfsfólks.
^
Notkun á ósamþykktum íhlutum eða breytingar
án heimildar geta verið skaðlegar lífi og heilsu og
ógilt alla ábyrgð.
Almennt eftirlit þarf að framkvæma fyrir notkun eða
mánaðarlega ef tækið er ekki í stöðugri notkun. Sjá
ítarlegri lýsingar í leiðbeiningum um skoðun.
VARAHLUTIR
Skipt um samsett gler (7927).
Fjarlægið skrúfurnar tvær sem halda umgjörð glersins
saman og fjarlægið því næst báða hluta
umgjarðarinnar.
Rennið andlitshlífinni til baka frá brún glersins og
fjarlægið glerið. Þegar nýtt gler er sett í staðinn er miðja
þess stillt af við miðlínu andlitshlífarinnar.
Miðja glersins er merkt með tveimur litlum punktum,
öðrum efst fyrir miðju og hinum neðst fyrir miðju.
Setjið glerið í andlitshlífina og festið umgjörð glersins
Summary of Contents for 7907S
Page 3: ...7283 7910 7882 7918 7883 7924 7893 7925 7282 7928 7989 7992 7927 7895 1 1 2 ...
Page 5: ...2 1 3 2 4 5 6 7 4 ...
Page 126: ...125 ...
Page 127: ...126 ...
Page 129: ......