43
i
^
VIÐVARANIR OG
TAKMARKANIR
^
Veitið viðvörunaryfirlýsingum sérstaka athygli
þar sem í þær er vísað.
^
VIÐVÖRUN
Gangið ávallt úr skugga um að varan í heild sinni:
– henti notkun hverju sinni,
– passi vel,
– sé notuð allan váhrifatímann, og
– sé endurnýjuð eftir þörfum.
Rétt val, þjálfun, notkun og viðeigandi viðhald eru allt
nauðsynlegir þættir til að varan geti varið notandann
fyrir tilteknum aðskotaefnum í lofti. Ef öllum
notkunarleiðbeiningum þessarar öndunarhlífar er ekki
fylgt og/eða ef hún er ekki höfð rétt á í heild sinni allan
váhrifatímann getur það haft alvarleg áhrif á heilsufar
notandans og leitt til alvarlegra eða lífshættulegra
sjúkdóma eða varanlegrar fötlunar.
Til að varan henti og sé notuð rétt skal fylgja
staðbundnum reglugerðum, fara eftir öllum
upplýsingum sem með henni fylgja eða hafa samband
við öryggissérfræðing/fulltrúa 3M (upplýsingar um
tengiliði á staðnum).
Notið þetta öndunarhlífakerfi eingöngu í samræmi við
allar leiðbeiningar:
• sem er að finna í þessum bæklingi
• sem fylgja öðrum íhlutum kerfisins
(t.d. 3M™ síur / 3M™ öndunargríma).
Lesið allar leiðbeiningar um notkun og geymið til
notkunar síðar meir.
Notið ekki þar sem styrkleiki er meiri en tilgreint er í
tækniforskriftinni
.
Notið ekki sem öndunarhlíf gegn mengunarvöldum í lofti
eða styrkleika sem lélegar eða litlar viðvaranir eru til um,
gegn óþekktum mengunarvöldum eða þeim sem eru
umsvifalaust hættulegir lífi eða heilsu (IDLH), né gegn
mengunarvöldum í lofti eða styrkleika sem myndar
háan hita í snertingu við síur með íðefnum.
Notið ekki í andrúmslofti þar sem súrefnisinnihald er
minna en 19,5%. (Skilgreining frá 3M. Í hverju landi fyrir
sig kunna að vera í gildi aðrar takmarkanir hvað varðar
súrefnisskort. Leitið ráða ef vafi leikur á málum).
Notið þessar vörur ekki í súrefni eða súrefnisauðguðu
andrúmslofti.
Notist aðeins með síum/öndunargrímum og
aukahlutum/varahlutum sem tilgreindir eru í
bæklingnum og í samræmi við notkunarskilyrðin sem
tilgreind eru í
tæknilýsingunni
.
Notist aðeins af þjálfuðu og hæfu starfsfólki.
Yfirgefið mengaða svæðið umsvifalaust ef:
a) Einhver hluti kerfisins skemmist,
b) loftstreymi í andlitshlífina minnkar eða hættir alveg,
c) Erfitt verður að anda eða vart verður við aukið
öndunarviðnám,
d) Vart verður við svima eða önnur óþægindi,
e) Vart verður við lykt eða bragð af aðskotaefnum eða
ertingu.
Ekki má breyta þessari vöru. Notið aðeins upprunalega
varahluti frá 3M við viðgerðir.
Hafið samband við 3M ef fyrirhuguð er notkun á
sprengihættustað.
Notið þessar vörur ekki með sjálfbirgðum
öndunarbúnaði.
Notið ekki við undankomu.
^
Notið ekki yfir skegg eða annað andlitshár sem
gæti hamlað snertingu á milli andlits og vörunnar
og þannig komið í veg fyrir góða þéttingu.
Notið aðeins með gleraugunum sem eru fáanleg sem
aukabúnaður með þessari vöru og tryggið að armar
gleraugnanna hafi ekki áhrif á andlitsþéttið.
Innlendar reglugerðir kunna að kveða á um tilteknar
takmarkanir hvað varðar notkun sía, eftir síuflokkun og
þeirri andlitshlíf sem notuð er. Notkun hvers kyns
samsetninga á 3M™ andlitshlífum / síum ætti að vera í
samræmi við gildandi heilsu– og öryggisverndarstaðla,
viðmiðunartöflur fyrir öndun og í samræmi við tilmæli frá
heilbrigðisfulltrúa vinnustaðarins.
Skipta þarf reglulega um síur. Tíðni skipta fer eftir
notkunartíma og styrkleika aðskotaefnanna.
Hægt er að hringja í hjálparlínu 3M vegna heilsu- og
öryggismála (upplýsingar um tengiliði á staðnum).
Ef varan er notuð með 3M™ loftflæðibúnaði:
• Við mikið álag getur orðið undirþrýstingur í
andlitshlífinni við hámarksinnöndunarflæði. Stillið
búnaðinn eftir þörfum eða notið öndunarbúnað af öðru
tagi.
Ef öndunargrímustilling er notuð skal tryggja að:
• uppruni lofts sé þekktur.
• hreinleiki lofts sé þekktur.
• loftið standist EN12021.
Ef loftflæðið stöðvast eða minnkar meðan á notkun
stendur skal yfirgefa mengaða svæðið tafarlaust og
kanna ástæðuna.
Þessar vörur framleiða ekki súrefni.
ATHUGASEMDIR VARÐANDI
OFNÆMISVIÐBRÖGÐ
Efni sem geta komist í snertingu við húð notenda munu
ekki valda ofnæmisviðbrögðum nema hjá minnihluta
notenda.
Þessar vörur innihalda ekki íhluti sem gerðir eru úr
náttúrulegu gúmmílatexi.
Lesið þessar leiðbeiningar samhliða viðeigandi bæklingi
með 3M™ síu og notendaleiðbeiningum með 3M™
loftflæðibúnaði þar sem finna má upplýsingar um:
•Viðurkenndar samsetningar á 3M™ öndunargrímum
og/eða 3M™ síum
• Aukahluti
Varahluti má sjá á (mynd 1)
KERFISLÝSING
Þessar vörur uppfylla kröfur EN 136:1998 um heilgrímur
og þær skal nota samhliða viðurkenndum 3M síum til
að mynda síubúnað sem verndar öndunarfæri.
Slíkur búnaður er hannaður til að fjarlægja hættulegar
Summary of Contents for 7907S
Page 3: ...7283 7910 7882 7918 7883 7924 7893 7925 7282 7928 7989 7992 7927 7895 1 1 2 ...
Page 5: ...2 1 3 2 4 5 6 7 4 ...
Page 126: ...125 ...
Page 127: ...126 ...
Page 129: ......