2
ALMENNAR VIÐVARANIR
•
Grímu með hné án loftunar skal ekki nota nema kveikt sé á tækinu.
•
Fylgdu öllum varúðarráðstöfunum þegar viðbótarsúrefni er notað.
•
Það verður að slökkva á súrefnisflæðinu þegar loftræstitækið er ekki í gangi svo að ónotað
súrefni safnist ekki fyrir innan í hólfinu í tækinu og valdi eldhættu.
•
Súrefni er eldnærandi. Súrefnið má ekki nota á meðan reykt er eða nærri opnum eldi.
Aðeins skal nota súrefni í vel loftræstum herbergjum.
•
Við súrefnisgjöf á jöfnum hraða er styrkur súrefnis við innöndun breytilegur, háð stillingum
á þrýstingi, öndunarmynstri sjúklingsins, grímu, notkunarstað og lekastreymi.
•
Ef það má greina sýnilegt slit á hné án loftunar (sprungur, rifur, rispur, o.s.frv.) skal
viðkomandi íhlut fargað og skipt út fyrir nýjan.
•
Tækniforskrift fylgir grímu með hné án loftunar svo athuga megi hvort gríman sé samhæf
við öndunarbúnaðinn. Ef farið er út fyrir tækniforskriftina við notkun eða ef notuð með
ósamhæfum búnaði gæti besta mögulega meðferð ekki náðst.
•
Hættið að nota grímuna ef sjúklingurinn er með EINHVERJAR aukaverkanir vegna notkunar
á grímu með hné án loftunar og leitið ráða hjá lækni.
•
Eins og á við um allar grímur getur smávægileg enduröndun átt sér stað við lágan
þrýsting.
•
Sjá viðeigandi handbók fyrir loftræstitæki varðandi nánari stillingar og
notkunarupplýsingar.
•
Ekki tengja sveigjanlegar vörur úr pólývínylklóríði (t.d. slöngur úr pólývínylklóríði) með
beinum hætti við neinn hluta grímunnar. Sveigjanlegt pólývínylklóríð (PVC) inniheldur efni
sem geta valdið skemmdum á efni grímunnar og valdið því að sprungur eða brot myndast
á íhlutum.
•
Fylgið alltaf leiðbeiningum um hreinsun. Tilteknar gerðir hreinsiefna geta skemmt grímuna,
íhluti hennar og virkni þeirra, eða skilið eftir sig skaðlegar gufuleifar.
•
Sem hluta af góðum hreinlætisvenjum skal alltaf fylgja leiðbeiningum um hreinsun til að
hindra vöxt sýkla.
•
Fjarlægið allar umbúðir fyrir notkun.
Athugið:
Tilkynna skal öll alvarleg atvik sem upp koma í tengslum við notkun þessa tækis til ResMed
og lögbærra yfirvalda í viðkomandi landi.
ResMed hefur litað NV Elbow F20 hné án loftunar blátt til að auðkenna það sem fylgibúnað án
loftunar. Hnéð er með hefðbundið 22 mm frammjótt kventengi fyrir ytri tengingu við
öndunaraðstoðina. Sjá tækniforskriftarhluta notendahandbókar varðandi upplýsingar um leka úr grímu
(þrýstingur-flæði), dautt rými og viðnám.
Samsetning
1.
Ef hnéð með loftun er ennþá fest við grímuna skal klemma saman hliðarhnappana og toga hnéð
út úr umgjörðinni.
2.
Festið NV Elbow F20 hnéð án loftunar við grímuna með því að ýta hnénu inn í umgjörðina og
tryggið að það smelli í og hnéð sé vandlega fest.