Íslenska
1
Hné án loftunar
ÍSLENSKA
NV Elbow F20 (hné án loftunar) fylgibúnaðurinn kemur í stað núverandi hnés með loftun í AirFit™
F20 / AirTouch™ F20 grímunni og breytir henni í grímubúnað án loftunar.
Ætluð not
NV Elbow F20 hnéð án loftunar breytir AirFit F20 og AirTouch F20 grímunum með loftun í
grímubúnað án loftunar í þeim tilgangi að veita öndunaraðstoð með jákvæðan loftþrýsting án
inngrips. Breytta grímubúnaðinn án loftunar skal nota með öndunarbúnaði með fullnægjandi
viðvörunar- og öryggisbúnaði fyrir vandamál við öndunaraðstoð, til að veita samfellda eða slitrótta
öndunaraðstoð.
NV Elbow F20 hnéð án loftunar (þegar notað með breyttu AirFit F20 grímunni og AirTouch F20
grímunni án loftunar) er:
•
fyrir sjúklinga sem eru yfir 30 kg
•
ætluð til endurtekinnar notkunar fyrir einn sjúkling heima fyrir og/eða til endurtekinnar notkunar
fyrir fleiri en einn sjúkling innan heilbrigðisstofnunar eða á sjúkrahúsi.
Klínískur ávinningur
Klínískur ávinningur af óloftuðum grímum er veiting skilvirkrar meðferðar frá tæki til sjúklings.
Ætlað fyrir sjúklingahóp/sjúkdómsástand
Teppulungnasjúkdómar (t.d. langvinnur teppulungnasjúkdómur), sjúkdómar með lungnaþrengingum
(t.d. sjúkdómar í starfsvef lungna, sjúkdómar í brjóstkassa, tauga- og vöðvasjúkdómar), sjúkdómar í
sambandi við miðstýrða öndun og vanöndunarheilkenni vegna offitu (OHS).
ALMENNAR VIÐVARANIR
Sjá fleiri almennar viðvaranir varðandi notkun grímunnar í notendahandbók AirFit F20 /
AirTouch F20. Eftirfarandi viðvaranir til viðbótar tengjast notkun NV Elbow F20 hnés án
loftunar.
•
Grímu með hné án loftunar á skal nota fyrir sjúklinga sem þurfa öndunaraðstoð án
lífsbjargandi öndunarvélar.
•
NV elbow F20 hné án loftunar skal einungis nota með ResMed AirFit F20 og AirTouch F20
grímubúnaði.
•
Grímu með hné án loftunar verður að nota með ytri útöndunarbúnaði. Gríman verður að
vera fest og viðhaldið við meðferð af þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki. Ef ekki er fylgst með
sjúklingnum getur það leitt til missir meðferðar, alvarlegra meiðsla eða dauða.
•
Notendur sem ekki geta fjarlægt grímuna sjálfir eða hætta er á að bregðist ekki við
vandamáli verða að vera undir eftirliti hæfra aðila við notkun grímu með hné án loftunar.
Þessi gríma hentar ekki fyrir einstaklinga sem hættir til að svelgjast á. Ef notkun er ekki
undir eftirliti við þessar kringumstæður getur það leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða.
•
Gríman með hné án loftunar inniheldur ekki útöndunareiginleika eða köfnunarvarnarloka
(AAV). Grímuna verður að nota með rás fyrir öndunaraðstoð án inngrips (NIV) með
útblástursbúnaði eða öndunarbúnaði með jákvæðum þrýstingi með útblástursloka. Þegar
öndunarbúnaðurinn virkar rétt gerir útblásturslokinn útandaða loftinu kleift að sleppa út í
umhverfið. Þegar öndunarbúnaðurinn virkar ekki gæti útönduðu lofti verið andað aftur. Ef
útönduðu lofti er andað aftur getur það í sumum kringumstæðum leitt til kæfingar og/eða
meiðsla.