OUTDOORCHEF.COM
150
151
GRILLIÐ EKKI NOTAÐ Í LENGRI TÍMA
Ef grillið er ekki notað í lengri tíma (> 2 mánuði) mælum við með því að tauklæðningin sé tekin af og geymd sérstaklega á þurrum og dimmum stað.
UMHIRÐA OG ÞRIF
Ef tauklæðningin á AROSA 570 G óhreinkast skal einfaldlega þrífa hana með volgu vatni og mildu hreinsiefni sem leysir upp óhreinindi og fitu
(t.d. venjulegum mildum uppþvottalegi).
Notið til þess svamp (mjúku hliðina) eða mjúkan bursta (ekki málmbursta eða harða plastbursta).
Til þess að koma í veg fyrir að efnið upplitist mælum við með því að hreinsiefnið sé fyrst prófað á lítt áberandi stað.
VARÚÐ:
Þar sem um sérstakan vefnað er að ræða er ekki hægt að þvo efnið í þvottavél. Það myndi skemma UV-vörnina.
VILTU GEFA AROSA 570 G ALVEG NÝTT ÚTLIT?
Ekkert mál: Frekari tauklæðningar í mismunandi litum og með spennandi hönnun eru fáanlegar sem fylgihlutir. Frekari upplýsingar fást
á WWW.OUTDOORCHEF.COM eða hjá söluaðilum.
VIÐHALD
Reglubundið viðhald grillsins tryggir rétta virkni.
• Athugið alla hluta sem leiða gas að minnsta kosti tvisvar á ári og í hvert sinn eftir langan tíma í geymslu. Köngulær og skordýr geta valdið
stíflum sem verður að lagfæra fyrir notkun.
• Ef grillið er dregið oft yfir ójöfnur skal kanna af og til hvort allar skrúfur eru fastar.
• Ef grillið er ekki notað í lengri tíma skal framkvæma
LEKAPRÓFUN
áður en það er tekið í notkun á ný. Ef spurningar vakna skal snúa sér
til söluaðila gassins eða sölustaðar.
• Til að forðast skemmdir vegna tæringar skal smyrja alla málmhluta með olíu áður en grillið er sett í geymslu í lengri tíma.
• Eftir langan geymslutíma og a.m.k. einu sinni á grilltímabilinu skal athuga gasslönguna með tilliti til sprungna, brota og annarra skemmda.
Skiptið strax um skemmda gasslöngu eins og lýst er í kaflanum
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
.
• Þegar OUTDOOR
CHEF
-grillið hefur kólnað skal setja hentuga yfirbreiðslu yfir það til að verja það fyrir umhverfisáhrifum.
• Taka skal yfirbreiðsluna af eftir rigningu til að koma í veg fyrir uppsöfnun raka. Yfirbreiðslur fást hjá söluaðilum.
VARÚÐ:
Aldrei skal setja heita hluti á borð við grillgrindur, grillpönnur og steypujárnspönnur á geymslufleti á grillinu. Lakkið á grillinu getur orðið
fyrir skemmdum.
BILANIR LAGFÆRÐAR
Það kviknar ekki á brennaranum:
• Athugið hvort opið er fyrir gasstreymið á kútnum.
• Gangið úr skugga um að nóg gas sé á kútnum.
• Athugið hvort neistar frá rafskautinu hlaupa yfir í brennarann.
VARÚÐ:
Þegar þetta er athugað verður að vera skrúfað fyrir gasið á kútnum!
Enginn neisti:
• Gangið úr skugga um að rafhlaðan hafi verið sett rétt í (á grillum með rafkveikju).
• Fjarlægðin milli brennara og rafskauts má ekki vera meiri en 5–8 mm.
• Athugið hvort snúrur í rafkveikju og rafskauti eru vel festar.
• Setjið tvær nýjar rafhlöður (af gerðinni AAA, LR03, 1,5 Volt) í rafkveikjuna.
SAFETY LIGHT-öryggisljósið virkar ekki:
• Athugið hvort skrúfað hefur verið frá gasinu með gasstillihnöppunum. (Með skrúfað fyrir ventilinn á gaskútnum).
• Gangið úr skugga um að rafhlöðurnar fyrir Safety Light hafi verið settar rétt í.
Ef ekki tekst að koma grillinu í gang með þessum úrræðum skal hafa samband við sölustað.
Содержание AROSA 570 G
Страница 2: ...OUTDOORCHEF COM 2 ...
Страница 154: ...OUTDOORCHEF COM 154 NOTE ...
Страница 155: ...OUTDOORCHEF COM 155 NOTE ...