OUTDOORCHEF.COM
146
147
EINSTAKT TREKTARKERFI
Hvort sem ætlunin er að grilla, elda eða baka sér trektarkerfið frá OUTDOOR
CHEF
í venjulegri stöðu til þess að hitinn dreifist jafnt innan
kúlunnar og kemur í veg fyrir að fita brenni, þar sem brennararnir eru fullkomlega varðir.
Ekki kviknar í fitudropum sem leka af matnum því þeir renna niður eftir postulínsemaleruðu trektinni og ofan í safnbakkann undir kúlunni.
Þú getur einbeitt þér að gestgjafahlutverkinu á meðan kræsingarnar grillast fullkomlega, án þess að það þurfi að snúa þeim.
Kjöt, fiskur, grænmeti og fleira verður einstaklega safaríkt, meyrt og stökkt.
Þar sem hluti fitunnar og kjötsafans sem rennur í trektina gufar
upp fær maturinn líka hinn ómissandi grillkeim.
Við allt að 360 gráðu hita fá pítsur og brauð frábæra grillbökun sem jafnast á við gæði úr steinofnum. Þegar litli brennarinn er notaður er
maturinn hæggrillaður við lágt hitastig í kringum 80 gráður − sem eru kjörskilyrði til þess að stór, heil kjötstykki á borð við roast beef, tomahawk
eða rib-eye verði meyr og safarík.
Með því að snúa trektinni í eldfjallastöðuna er hægt að elda með mjög háum hita neðan frá sem beinist að ákveðnum stað (allt að 500 gráður).
Þessi staða hentar fullkomlega fyrir OUTDOOR
CHEF
-fylgihluti eins og wok-grillpönnuna, Aroma-pönnuna eða steypujárnsplötuna.
Þar sem trektin heldur kúlugasgrillinu hreinu að innan er leikur einn að þrífa það.
ÁBENDING:
Við mælum með því að hita grillið í hæstu stillingu í 10 mínútur til að þrífa trektina (venjuleg staða).
Að því loknu er einfaldlega hægt
að bursta úr trektinni með messingbursta.
Við mælum með því að nota OUTDOOR
CHEF
-trektarburstann.
Frekari upplýsingar um fylgihluti frá okkur:
WWW.OUTDOORCHEF.COM
VENJULEG STAÐA
ELDFJALLSSTAÐAN
Venjuleg staða trektarinnar hentar best fyrir flestar grillaðferðir og tryggir að hitinn dreifist jafnt
og vel um kúluna. Maturinn grillast þá jafnt á öllum hliðum án þess að það þurfi að snúa honum.
Kjöt, fiskur, grænmeti og fleira verður einstaklega safaríkt, meyrt og stökkt við þessa meðferð.
Þannig er venjuleg staða tilvalin fyrir hvers kyns kjöt, til að grilla fisk á lægri hita, gratínrétti,
stökkt grænmeti og einnig til að baka pítsur og brauð.
Með því að snúa trektinni í eldfjallastöðuna er hægt að elda með mjög háum hita neðan frá sem
beinist að ákveðnum stað. Þessi staða hentar fullkomlega fyrir OUTDOOR
CHEF
-fylgihluti eins
og wok-grillpönnuna, Aroma-pönnuna eða steypujárnsplötuna.
Hún hentar því mjög vel fyrir snöggsteikingu eins og á túnfisksteikum, hörpuskeljum
eða wok-grænmeti.
Содержание AROSA 570 G
Страница 2: ...OUTDOORCHEF COM 2 ...
Страница 154: ...OUTDOORCHEF COM 154 NOTE ...
Страница 155: ...OUTDOORCHEF COM 155 NOTE ...